Úrval - 01.03.1960, Page 19

Úrval - 01.03.1960, Page 19
HVI LÁTA KÍNVERJAK SVONA? landamæralínu sérstaklega. Svo er hins að gæta, að enda þótt hin umdeildu landsvæði séu stór að flatarmáli eru þau hvergi nærri verðmæt, hvorki hernað- arlega né efnahagslega. Og kín- verska stjórnin gæti tæpast tal- ið að heiður kínverska Alþýðu- lýðveldisins krefðist endur- heimt þeirra. Hví skyldu Kínverjar þá leyfa sér að ögra almenningsáliti allra þjóða fyrir nokkra skika af hrjóstrugu og strjábýlu fjall- lendi ? Þess hefur verið getið til, að þeir væru að reyna að þvinga Sovétríkin til að auka við sig efnahagsaðstoð, gegn því að þeir fylgi í staðinn friðarstefnu Krústsjovs, að þeir séu að hefna sín á Indverjum fyrir gistivin- áttu Dalai Lama, að þeir séu að kanna varnarvilja Indverja, að þeir ætli að blanda sér í inn- anríkismál Indverja. Sú tilgáta hefur meira að segja komið fram, að þeir hyggist með þessu framferði sínu véfengja rétt- mæti landamæra, sem sett hafa verið af nýlenduveldum hvar sem er í heiminum. Enn ein til- gáta er svo loks sú, að árekstr- arnir á landamærunum eigi að- eins rætur að rekja til lélegs sambands og takmarkaðra yfir- ráða Pekingstjórnarinnar yfir hinum einstöku herstjórum við landamærin. Allar þessar kenningar má að vísu til sanns vegar færa, þótt sönnunargögn skorti, en ég verð að viðurkenna, að mér finnst tíRVAL engin þeirra sannfærandi. Þess er fyrst að geta, að langt er síðan árekstramir byrjuðu. Samkvæmt hvítri bók, sem Ind- l&ndsstjórn hefur nýlega birt, hafa orðið árekstrar annað slagið á kínversku landamærun- um síðan 1954. Kínverska stjórnin hefur æ síðan hún komst til valda verið að gefa út landabréf með kröfum um yfirráð yfir ýmsum þessara landsvæða (þótt hún hafi borið það við upp á síðkastið að sverja fyrir kortaútgáfuna). Satt er það, að merki sáust um sinnaskipti hjá Kínverjum í þessu máli fyrst eftir heim- sókn Krústsjovs til Peking — og raunar skömmu eftir för háttsettra indverskra kommún- ista til Peking, sem trúlega hafa verið uggandi vegna hinnar miklu andúðar, sem framferði Kínverja hefur vakið í heima- landi þeirra, — ekki sízt vegna yfirvofandi þingkosninga í Keralaríki. En þar virðist að- eins hafa verið um herbrögð að ræða. Síðan hefur enn skorizt í cdda, og Kínverjar hafa aldrei verið einbeittari en nú í ásök- unum sínum í garð Indverja um „vopnaða ögrun“ og ósanninda- herferð gegn Kínverjum. Og vissulega hefur ekkert skeð, sem bendi til þess, að þeir séu á þeim buxunum að hörfa burtu af því landsvæði, sem síðast kom til vopnaviðskifta á, og sem þeir staðhæfa að sé kín- verskt land, enda þótt það sé 13

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.