Úrval - 01.03.1960, Side 22

Úrval - 01.03.1960, Side 22
URVAL VtJDtJ þess sé gætt hversu auðveld- lega dýrlingar rómversk ka- þólsku kirkjunnar þægjast yfir- leitt goðum og öndum annarra trúarbragða. Sú virðist raunin hafa á orðið hvar sem lent hafa saman straumar kaþólskrar kirkju og heiðindóms og eru dæmin ærin — alla leið frá Mexíkó til Indókína. — Annað hefur orðið uppi á teningnum með mótmælendatrúna. Með henni og hinum fornu goðum hafa sættir ekki tekizt á sama hátt, enda skortir þar meðal- göngu helgra manna. Metraux segir að enginn á- trúnaður blámanna hafi haldist jafn vel og Vúdú, og skýrir það með hnignun kaþólsku kirkj- unnar á Haiti frá síðari hluta 17. aldar fram yfir 1860. Þá óx vúdútrúin mjög á kostnað van- máttugrar kirkju og festi ræt- ur í huga fólksins. Enn þann dag í dag er mikill meirihluti Haitimanna vúdú-trúar, jafn- framt því, sem þeir játa róm- versk kaþólska trú. Uppistaða þessa trúarblend- ings er dansinn og mögnunin. Mögnunin stuðlar að þvi að koma einstaklingnum í samband við andaheiminn. Með því að nota dansinn til dáleiðsluáhrifa kemst einstaklingurinn í snert- ingu við hið yfimáttúrlega. Andinn, sem nefnist loa, losar hann við sálina. I dáleiðslunni hlotnast honum útlit og fas loa. Segja má að fas anda þessara sé mjög svo mannlegt, þannig að hinir dulmögnuðu liggja, bölva, slást og svo fram eftir götunum, allt eftir innræti hlut- aðeigandi anda. Metraux segir að tilgangur- inn með þessari dulmögnun, sé vafalaust fyrst og fremst sá, að hefja vesalingana upp úr dufti hversdagseymdarinnar. Með þessum látum geti þeir vakið á sér athygli, öðlast hlut- deild í hinum yfirnáttúrlega guðdómi, í ógn hans og virð- ingu. Það er sem sagt ekki að- eins trúarathöfnin, — heldur trúin sjálf, sem á rætur sínar í ólýsanlegri fátækt og eymd bændalýðsins á Haiti. Sefjun þessarar tegundar er ekki einsdæmi í vúdútrú, en í öðrum trúarbrögðum er hún undantekningarlaust einkarétt- ur prestanna. Á Haiti eiga þess hins vegar allir jafnan kost, að loa hlaupi í þá, enda verður fjöldinn allur af þeim þeirrar gæfu aðnjótandi. Bók Alfred Metreaux er skrif- uð á frönsku, en er til í enskri þýðingu og heitir á því máli Woodoo in Haiti. Nærsýn kona kom í matvöruverzlun, og‘ benti nokkuð hikandi á hlut, sem henni sýndist vera á búðarborðinu. ,,Er þetta giáðáostur ?“ spurði hún. ,,Nei, frú," sagði búðarmaður, „þetta er verzlunarstjórinn." 16

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.