Úrval - 01.03.1960, Page 24

Úrval - 01.03.1960, Page 24
TJRVAL BARÁTTAN GEGN BARNSFARASÖTTINNI Dr. Semmelweis þessi hét fullu nafni Ignaz Philipp Sem- melweis, þá óþekktur ung- verskur læknir, sem starfaði í Vínarborg. Þar fann hann árið 1847 lausnina á þeirri voðalegu veiki, sem vofði yfir öllum barnshafandi konum þeirra tíma. Eftir uppgötvun sína helgaði hann líf sitt uppfræðslu um þennan sjúkdóm, með litl- um árangri þó. Barnsfararsótt hafði herjað mannkynið frá alda öðli, en náði þó hámarki sínu á 17., 18. og 19. öld, en þá varð hún far- sótt, vegna þess að þá hafði verið komið upp fæðingarspít- ölum fyrir fátækar mæður. Þessar stofnanir urðu auðvitað gróðrarstíur fyrir sjúkdóminn. Hann er eins konar blóðeitrun. Bakterían, sem orsakar háls- bólgu, skarlatssótt og gigt, er einnig orsök barnsfararsóttar. Skeri maður sig í fingur og baktería kemst í sárið, verður það rautt og þrútið. Slík eitr- un olli oft dauða áður fyrr, ef eitrunin fékk að breiðast út í friði. Penicillínið og önnur mót- lyf vinna nú á dögum bug á öllu slíku. Slík eitrun á hæsta stigi ræðst að lokum á lifrina, lungun og önnur mikilvæg líf- færi. Barnsfararsóttin er sams konar eitrun. Bakterían berst t. d. auðveldlega með óhreinum höndum læknisins við skoðun á vanfærri konu inn í legið. Eftir fæðinguna er legið opið sár, og komist bakterían inn í það, er voðinn vís. Þegar dr. Semmelweis var 28 ára gamall, réðst hann sem að- stoðarlæknir við fæðingarstofn- un í Vín. Þetta var árið 1846. Hann var þá ungur, léttúðug- ur maður, sem enn lifði áhyggjulausu lífi stúdentsár- anna. Fáum mánuðum seinna var hann gjörbreyttur. Hann var orðinn áhyggjufullur og kvalinn af samvizkubiti. Orsök- in var barnsfararsóttin. A fyrsta mánuði hans sem aðstoðarlæknis létust 36 af 208 sjúklingum hans af völdum barnsfararsóttar. Allar þessar vesalings mæður voru fátækar eða einstæðar. Betur stæðar mæður fæddu börn sín á heim- ilum sínum í þá daga. Yfirlæknirinn, dr. Klein, hafði litlar áhyggjur af þessu. Hann var ekki í miklu áliti sem læknir, enda kominn í embætti sitt fyrir pólitískan klíkuskap. Dr. Semmelweis hóf strax rannsóknir sínar á barnsfarar- sóttinni. Hann las allt, sem hann komst yfir, um sjúkdóm- inn, en var litlu nær lausninni. Hann setti fram ótal skýring- ar á sjúkdómnum, en komst þó jafnharðan að raun um, að engin þeirra gat verið rétt. Læknavísindin stóðu varnarlaus gegn barnsfararsóttinni. I Vínarborg voru tvær fæð- ingardeildir, 1. deild, þar sem dr. Semmelweis starfaði, og þar útskrifuðust læknar í fæð- 18

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.