Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 24

Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 24
TJRVAL BARÁTTAN GEGN BARNSFARASÖTTINNI Dr. Semmelweis þessi hét fullu nafni Ignaz Philipp Sem- melweis, þá óþekktur ung- verskur læknir, sem starfaði í Vínarborg. Þar fann hann árið 1847 lausnina á þeirri voðalegu veiki, sem vofði yfir öllum barnshafandi konum þeirra tíma. Eftir uppgötvun sína helgaði hann líf sitt uppfræðslu um þennan sjúkdóm, með litl- um árangri þó. Barnsfararsótt hafði herjað mannkynið frá alda öðli, en náði þó hámarki sínu á 17., 18. og 19. öld, en þá varð hún far- sótt, vegna þess að þá hafði verið komið upp fæðingarspít- ölum fyrir fátækar mæður. Þessar stofnanir urðu auðvitað gróðrarstíur fyrir sjúkdóminn. Hann er eins konar blóðeitrun. Bakterían, sem orsakar háls- bólgu, skarlatssótt og gigt, er einnig orsök barnsfararsóttar. Skeri maður sig í fingur og baktería kemst í sárið, verður það rautt og þrútið. Slík eitr- un olli oft dauða áður fyrr, ef eitrunin fékk að breiðast út í friði. Penicillínið og önnur mót- lyf vinna nú á dögum bug á öllu slíku. Slík eitrun á hæsta stigi ræðst að lokum á lifrina, lungun og önnur mikilvæg líf- færi. Barnsfararsóttin er sams konar eitrun. Bakterían berst t. d. auðveldlega með óhreinum höndum læknisins við skoðun á vanfærri konu inn í legið. Eftir fæðinguna er legið opið sár, og komist bakterían inn í það, er voðinn vís. Þegar dr. Semmelweis var 28 ára gamall, réðst hann sem að- stoðarlæknir við fæðingarstofn- un í Vín. Þetta var árið 1846. Hann var þá ungur, léttúðug- ur maður, sem enn lifði áhyggjulausu lífi stúdentsár- anna. Fáum mánuðum seinna var hann gjörbreyttur. Hann var orðinn áhyggjufullur og kvalinn af samvizkubiti. Orsök- in var barnsfararsóttin. A fyrsta mánuði hans sem aðstoðarlæknis létust 36 af 208 sjúklingum hans af völdum barnsfararsóttar. Allar þessar vesalings mæður voru fátækar eða einstæðar. Betur stæðar mæður fæddu börn sín á heim- ilum sínum í þá daga. Yfirlæknirinn, dr. Klein, hafði litlar áhyggjur af þessu. Hann var ekki í miklu áliti sem læknir, enda kominn í embætti sitt fyrir pólitískan klíkuskap. Dr. Semmelweis hóf strax rannsóknir sínar á barnsfarar- sóttinni. Hann las allt, sem hann komst yfir, um sjúkdóm- inn, en var litlu nær lausninni. Hann setti fram ótal skýring- ar á sjúkdómnum, en komst þó jafnharðan að raun um, að engin þeirra gat verið rétt. Læknavísindin stóðu varnarlaus gegn barnsfararsóttinni. I Vínarborg voru tvær fæð- ingardeildir, 1. deild, þar sem dr. Semmelweis starfaði, og þar útskrifuðust læknar í fæð- 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.