Úrval - 01.03.1960, Síða 27

Úrval - 01.03.1960, Síða 27
BARÁTTAN GEGN BARNSFARASOTTINNI URVAL Nokkrir læknar tóku þó upp aðferðir hans, tóku þær jafn- vel upp við uppskurði, en í Vín fór allt í handaskolum. Þegar dr. Klein sá, að dr. Semmel- weis kunni e. t. v. að vinna sér þann frama, sem hann sjálfur gat ekki náð, fékk hann póli- tíska vini sína til að setja hann af embætti. Hann fékk enga at- vinnu í Vín og sneri því fullur gremju og beizkju til fæðing- ar borgar sinnar, Budapest. I Vín var aftur farið í gamlar slóðir, og dauðsföllin tóku að aukast. Dr. Semmelweis barð- ist í bökkum við að sjá fjöl- skyldu sinni farboða með því að setja upp einkalækninga- stofu. Árið 1851 kom hann af tilviljun í heimsókn á fæðing- ardeildina á St. Rochus-sjúkra- húsinu. Hann sá, að ástandið ■var þar, eins og það hafði verið í Vín, og sótti hann því um stöðu yfirlæknis. Hann fékk hana, án launa þó, 20. maí 1851. Hann byrjaði nú enn á nýj- an leik. Og dauðsföllin féllu dag frá degi. Hinn 18. júlí 1855 var hann útnefndur prófessor í fæðingarhjálp við Háskólann í Budapest. Nafnbótin örvaði dr. Semmelweis til að skrifa bók sína um barnsfararsótt. Þetta cr lítil bók, illa skrifuð og full af endurtekningum. Engu að síður er þetta ein áhrifamesta bók, sem nokkur læknir hefur nokkru sinni skrifað. Hún seg- ir hinn einfalda sannleik um fáfræði mannsins, sem ógnaði öllu mannkyninu. En einnig þessi bók olli dr. Semmelweis vonbrigðum. Ör- fáir studdu kenningar hans, en enginn hinna áhrifamestu starfsbræðra hans vildi aðhyll- ast kenningar hans. Og nú lét hann í fyrsta sinn bugast. Hann tók að skrifa bréf til ýmissa hinna merkustu manna innan læknastéttarinnar. Efni þessara bréfa báru þess ljósan vott, að þá þegar var dr. Semm- elweis orðinn geðsjúkur maður. Bréf þessi gerðu dr. Semmel- weis auðvitað ekkert nema ó- gagn. Þau hjálpuðu andstæð- ingum hans til að útiloka hann frá læknavísindunum. Árið 1864 var geðveiki hans komin á al- varlegt stig. T. d. varð hann að hætta við að halda fyrirlestra. I herbergi sínu æddi hann um eins og dýr í búri, og á götum úti réðst hann að vegfarendum og talaði við þá um kenningar sínar og hafði í hótunum við þá. Nótt eina þreif hann litla dóttur sína upp úr vöggunni, sem hún svaf í, og hélt því fram, að það ætti að myrða barnið. Daginn eftir skrifaði hin ó- hamingjusama kona hans vini þeirra hjóna, prófessor F. von Hebra, hinum fræga húðsjúk- dómalækni, og hinn 20. júlí fór hún með hann til Vínar undir því yfirskini, að von Hebra langaði til að tala við hann. Þau fylgdu honum síðan til geð- 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.