Úrval - 01.03.1960, Side 28
URVAL
BARÁTTAN GEGN BARNSPARASÖTTINNI
veikrahælis þar í borg. Þegar
dr. Semmelweis var kominn í
klefa sinn, varð honum ljóst,
hvar hann var. Spennitreyjan
ein gat þá yfirbugað hann.
Enn átti þó barnsfararsótt-
in eftir að koma við sögu, og
í þetta skipti e. t. v. til góðs
eins, úr því sem komið var.
Hann hafði á sama hátt og vin-
ur hans próf. Kolletschka feng-
ið rispu í fingur við krufningu
nokkru áður, og af völdum
hennar andaðist hann 13. ágúst
1865, aðeins tæplega 47 ára
gamall.
Hinn 12. ágúst, daginn áður
en dr. Semmelweis andaðist,
notaði skurðlæknirinn Josef
Lister í París karbolvatn sem
smitefnadrepandi meðal við
uppskurð á opnu beinbroti.
Þetta reyndist gefa góða raun.
Lister byggði þessar aðgerðir
á fyrirlestrum Louis Pasteur,
sem hafði þá þegar unnið mik-
ið við rannsókn á orsök smit-
andi sjúkdóma. Lister hlaut
einnig andstöðu, en honum tókst
þó með óyggjandi rökum að
fullvissa fólk um gildi uppgötv-
ana sinna, sem voru í fullkomnu
samræmi við uppgötvanir dr.
Semmelweis. Hefði dr. Semmel-
weis lifað örfáum árum leng-
ur, hefði hann séð starf sitt
öðlast viðurkenningu.
(Þýtt úr þýzku)
)-------(
Nokkur orð um abstrakt list.
Jæja, nú get ég sagt ykkur dálítið, sem þið ekki vitið. Abstrakt-
málarar og atómskáld eru sko alls ekki geggjuð, eins og þið
hafið hingað til haldið. Þeir eru bara með of háan blóðþrýsting.
Það er nefnilega búið að sanna þetta úti í heimi. Læknar í
Þýzkalandi tóku heilan hóp af málurum til athugunar (ekki
höfum við nú ennþá rekið þá til læknis; þýzka framtakssemin
lætur ekki að sér hæða). Jæja, en það kom sumsé í ljós, að
natúralistiskir listmálarar höfðu normal blóðþrýsting, en þeir,
sem máluðu abstrakt voru með allt of háan blóðþrýsting. Og ekki
nóg með það, þegar þeir höfðu fengið viðeigandi meðul og blóð-
þrýstingurinn lækkaði, tóku þeir að mála natúralistiskt. Það
gæti verið gaman að mæla hann Jónas Svafár . . .
o
o
Hvaö Kiljan sagði ....
Hafið þið heyrt, hvað Kiljan sagði um Óskalagaþátt sjúklinga?
„Alveg er það dásamlegt, hvað músikalskt fólk er heilsuhraust,
því verður bara ekki misdægurt . . .“
22