Úrval - 01.03.1960, Qupperneq 37
íZ). Stafford — Glark:
HUGSUN OG TILFINNING
VIÐ GETUM RANNSAKAÐ
hugann með tvennu móti: með
því að líta í eigin barm og at-
huga af fremsta megni hvern-
ig hugur sjálfra okkar starfar,
og með því að grandskoða fram-
ferði annara manna. Þessi skil-
greining er mikilvæg, því við
merkjum sjálf hugsanir og til-
finningar í okkar eigin barmi,
en getum aðeins fengið vitn-
eskju um hugsanir annara með
því að fylgjast með atferli
þeirra — og þar er bæði mál
þeirra og ritstörf talið til at-
hafna, um hvað svo sem ræða
þeirra eða rit fjallar.
Ein skilgreining á mannshug-
anum er sú, að hann sé sam-
anlögð niðurstaða allrar hugs-
unar, tilfinningar og athafnar,
sem við gerum okkur grein fyr-
ir, eða getum gert okkur grein
fyrir. Hér verðum við að taka
með í reikninginn minningu um
liðna reynslu, skynjun á reynslu
líðandi stundar og forspá um
reynslu framtíðarinnar, byggða
á hinum tveimur. Þannig virð-
ist orðið ,,hugur“ í fljótu
bragði hafa álíka merkingu og
meðvitund — það er að segja
summu alls þess, sem við gerum
okkur grein fyrir í senn á einni
og sömu stund.
En ef við hinkrum aðeins við
fyrri rannsóknaraðferðina, sem
ég stakk uppá — það er að
segja skoðun eigin hugar —
sjáum við fljótlega, að með-
vitund og hugur er ekki það
sama. Það er vegna þess, að
við getum ekki, á nokkurri einni
stundu, gert okkur grein fyrir
öllu því, sem hefur verið, eða
getur verið í huga okkar. Það
er sönnu nær að líkja meðvit-
undinni við tiltölulega lítið af-
markað og upplýst svæði — eins
og þegar leitarljósi er beint að
31