Úrval - 01.03.1960, Qupperneq 54
tJRVAL
ETUM VIÐ OPMIKIÐ AP FJÖREFNATÖFLUM ?
hætt er að segja, að í Banda-
ríkjunum og Vestur-Evrópu að
minnsta kosti, sé nægilega mik-
ið af góðri og hollri fæðu, svo
mikið, að flestir fái og yfirleitt
öll f jörefni, sem þörf er á í dag-
legri fæðu. Auðvitað eru und-
antekningar. Læknar fyrirskipa
t.-d. oft aukin fjörefni fyrir
smábörn, þungaðar konur eða
konur með barn á brjósti, sjúkl-
inga og þá, sem eru að ná sér
eftir veikindi, þá, sem þurfa
sérstakt mataræði, og aðra, sem
sérstaklega stendur á um að
þessu leyti. En sá, sem er í vafa,
ætti að spyrja lækni sinn ráða
og hlýða honum, hvort heldur
hann stingur upp á breytingum
í daglegri fæðu, eða mælir fyrir
um eitthvað sérstakt.
Hvaða f jörefni er líklegast
að þurfi á að halda í aukn-
um mæli?
Nú þekkjast um 30 fjörefni
og steinefni, sem líkamanum
eru nauðsynleg, en fæst þeirra
er þörf á að taka sérstaklega
og aðeins stundum.
Natríum og klór eru t. d.
nauðsynleg, en í venjulegu mat-
arsalti er nægilega mikið af
báðum efnunum. Af fæðu, sem
er fátæk af joði, getur stafað
óeðlilegur vöxtur í skjaldkyrtl-
inum (struma), en nógu mikið
er af joði í fiski og öðru sjó-
meti, og sömuleiðis í grænmeti,
sem ræktað er við sjó. Ennfrem-
ur er nú bætt joði í venjulegt
borðsalt, svo miklu, að það
Almenning-ur leggur meiri
trúnað á alls konar bull um
mat og næringu, heldur en
nokkuð annað, sem heilbrigði
varðar — og ef til vill nokkuð
annað efni. Hinn gamli skottu-
læknir er kominn á stjá á ný,
en nú kallar hann sig næring-
arfræðing. Hann reynir að
telja mönnum trú um það, að
hnefafylli fjörefna eða annars,
sem lítið er um vitað, sé allra
meina bót. Þessi plötusláttur,
sem nú hvín í eyrum almenn-
ings, kostar þjóðina milljónir
árlega.
nægir til daglegra þarfa, og ó-
þarft er að hugsa nokkuð um
þetta frekar.
K-fjörefni er annað, sem er
lífsnauðsynlegt, en að jafnaði
þarf ekki viðbótarskammt þess,
þar sem það er myndað af bak-
teríum í meltingarveginum, og
síast þaðan út. Ýms efni, svo
sem mangan, zink og molybden,
eru í svo ríkum mæli í venju-
legri fæðu, enda svo lítið, sem
af þeim þarf, að sjaldgæft er
að hitta fyrir sjúkdóma, sem
stafa af skorti á þessum efnum.
Þannig fækkar þeim fjörefn-
um og steinefnum, sem líklegt
er að skorta kunni, þangað til
eftir er ein tylft, eins og sjá
má á töflunni á bls. 49. Á norð-
lægum breiddargráðum er hér
einkum um að ræða A-, C- og
48