Úrval - 01.03.1960, Side 56

Úrval - 01.03.1960, Side 56
TJRVAL ETUM VIÐ OFMIKIÐ AF FJÖREFNATÖFLUM ? D-f jörefni. I skammdeginu þurf- um við aukinn skammt af þeim, A og D í töflum eða belgjum, C í töflum eða í appelsínu- eða sítrónusafa. Getur það verið hættulegt að neyta fjörefna í of rík- um mæli? Flest fjörefni leysast upp í vatni, en það þýðir að líkaminn losar sig við það, sem óþarft er. Sum fjörefni leysast þó upp í feiti, og verði afgangur af þeim, geta þau safnast í fitu- vefi, og valdið sjúkdómum, sé þeirra ofneytt um lengri tíma. Þannig er það t. d. um A- og D-vítamín. Börn fá stundum þráláta A- fjörefniseitrun, en þá missa þau matarlyst, léttast, verða ergileg og fá útbrot. D-fjörefni getur einnig valdið eitrun, og einkennin eru matleiði, ógleði, höfuðverkur og niðurgangur. Þetta eru allt einkenni, sem eðlilega koma hinni áhyggju- fullu móður til þess að gefa baminu meira lýsi, svo að á- standið versnar. Lánið er að það er alllangt svigrúm milli þess skammtar, sem að gagni kemur, og sjá má í töflunni, og hins, sem getur haft skað- legar verkanir. Folinsýra, sem er eitt af mörgum efnum í B-fjörefnis- samsetningunni, getur haft í för með sér, ef hennar er neytt í stórum stíl, alvarlega hættu fyrir sjúklinga, sem þjást af blóðleysi. Einkenni þessa blóð- sjúkdóms eru yfirleitt þreyta og fleira, sem kemur sjúklingnum til þess að leita læknis, og fær þá viðeigandi meðferð. En taki sjúklingurinn fjörefnisblöndu með miklu umframmagni af vítamínum, þar á meðal folin- sýru, getur það komið fyrir, að fyrstu einkennin, sem gefa til kynna að hætta sé á ferðum, komi ekki í ljós. Sjúklingurinn leitar ekki læknis, en jafnframt vex blóðsjúkdómurinn ef til vill svo mjög, að taugakerfið bíður óbætandi skaða. Því verður að ráða frá að nota fjörefnasam- setningu með stærri dag- skammti af folinsýru en 0.3 milligrömmum. Hver eru þau góðu áhrif, sem búast má við, ef tekin eru fjörefni í viðbót með matnum? Ekki er hægt að vonast eftir kraftaverkum. Margir skoða fjörefnin sem allsherjarlyf, sem , allt geti læknað. Um leið og þeim finnst eitthvað að, þeir ekki vera eðlilega sprækir, verða þeir sér úti um fjörefna- blöndur í stað þess að leita læknis. Afleiðingin er sú, að sjúkdómsgreiningin kemur svo seint, að heppilegasti tími lækn- ingar er liðinn. Að lokum skal drepið á fjór- ar gervi-vísinda kenningar, sem margir trúa fortakslaust. Hin fyrsta er að allir sjúk- dómar eigi rætur að rekja til £0

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.