Úrval - 01.03.1960, Síða 59
RÆKTUN SMÁTRJÁA
URVALt
pastursminnstar eru, skil eftir
um það bil tólf plöntur í hverri
pönnu. Með þessu móti fá plönt-
urnar bæði meira rúm og loft
til þroska.
Þegar trjáplönturnar eru
orðnar tólf mánaða er kominn
tími til fyrstu gróðursetningar.
Árstíminn fer eftir því, um
hvaða plöntur er að ræða: barr-
trjám á að planta í apríl þegar
rætur þeirra hafa lifnað við á
ný, en lauftrjám á að planta
þegar komið er á þær brum.
Til plöntunarinnar nota ég
þriggja þumlunga leirpotta, sinn
handa hverri plöntu, og set nú
kork yfir afrennslisgatið, síðan
lag af fínni, þveginni möl og
loks raka mold upp í hálfan
pott. Ég losa plönturnar allar í
senn úr pönnunni, vel úr þær
gróskumestu, greiði sundur ræt-
ur þeirra, hverja frá annarri,
set hverja um sig í sinn pott
og fylli upp að rótunum og
stofninum með rakri mold. Eft-
ir tvær vikur hafa þær fest ræt-
ur og þurfa þá ekki annarrar
umönnunar með en reglulegrar
vökvunar og stöku þvottar á
blöðum.
Við lok annars árs eru trén
orðin að litlum skemmtilegum
sýnishornum tegundar sinnar,
og tími til kominn að hafa potta-
skipti á ný og gera fyrstu ráð-
stafanir til að hefta vöxtinn.
Fyrst er hvert tré tekið úr sín-
um potti og greitt úr rótunum.
Rætur, sem eru rifnar, eiga að
skerast hreinlega af; aðalstofn-
rótina á að skera sundur um
fjóra þumlunga frá jarðvegs-
brún. Trjánum á síðan að
planta í fimm þumlunga djúpa
potta, hverju um sig, og verð-
ur það samastaður trjánna
framvegis.
Fylgjast verður vandlega
með lögun trjánna í vextinum.
Á hverju sumri verður að klípa
af þeim aðal vaxtarsprotann
svo að hliðarsprotar þroskist og
tréð breiði úr sér. Einnig verð-
ur að fylgjast með vexti grein-
anna, og er lögun lempuð til
með því að nema burtu vöxt
fyrir neðan og ofan. Stefna
skyldi að láréttum vexti frem-
ur en lóðréttum.
Eftir því sem árin líða verða
trén fallegri, stofnarnir gildna,
og á hverju hausti breyta ör-
smá lauf þeirra um lit og falla.
Ég þarf að taka þau upp úr
pottum sínum annað slagið og
snyrta rætumar. Þá losa ég um
það bil helming moldarinnar frá
og stífi stærstu rætumar. Ef
stofnrót hefur vaxið þarf að
stífa hana vel. Segja má að rót-
arvöxturinn sé yfirleitt skert-
ur um þriðjung lengdar sinnar.
Við barrtréin haga ég mér í að-
alatriðum alveg eins, nema hvað
ég bind um ræturnar vegna
þess að þeim hættir til að
,,blæða“. Þegar trén eru tekin
úr pottunum þarf ávallt að fylla
þá með nýrri mold. Þótt rætum-
ar séu stífðar þarf að halda
þeim virkum.
(The Listener)
5*