Úrval - 01.03.1960, Side 64

Úrval - 01.03.1960, Side 64
URVAL GLEÐI DORGARANS mikið gefandi fyrir slíkt. Dalurinn minn liggur í faldi Berkshire-hæða, og áin er kryst- altær, svo að maður getur séð hverja dröfnu á silungnum og hvem stein á gullnum malar- botni árinnar. Þetta er ekki stór á, og hún liðast um kyrrláta vothaga með kúm á beit, og framhjá gömlum bændabýlum og smáþorpum með stráþekjum. Litróf dalsins er í sífelldri breytingu: hvanngrænt grasið, gróðabrún plógmoldin, kornakr- amir í hlíðinni, mustarðurinn og humallinn, undafífillinn og eyrarrósin, gleymméreyið og holtasóleyjan, og fiskikóngur á hröðum væng yfir ánni. Dalur- inn er mildur og hlýlegur, og hann er fersklegur og smáfugl- amir við ána undirstrika að- eins einvem manns, stelkurinn og hrossagaukurinn, óðinshan- inn og mýrarsnípan. Alit þetta er dorgaranum mikilsvert. Það er sjálfur grund- völlur lífsins, er við þiggjum alla björg okkar af, sem stang- arveiðimaðurinn finnur í huldu- dölum sínum. Og um allt þetta rennur áin — vatnið, sem geym- ir leyndardóminn. Ég veit ekki bvemig ég á að útskýra þetta, og þið trúið því ef til vill ekki, að þetta geti staðið í neinum tengslum við gleði dorgarans. Þið eruð kannski hreint ekki fáanleg til að trúa því, að feit- lagni maðurinn þarna — sem er dugandi kaupsýslumaður að atvinnu, þegar hann er með öll- um mjalla — nú klæddur mitt- isháum vaðbrókum, gömlu jakkaræksni og óskaplegmn flókahatti, skríðandi á fjómm fótum á árbakkanum og rýn- andi í hringiðumar, -— að hann hafi neitt í huga annað en að krækja sér í einhvem silunginn, sem ekki uggir að sér. Að vísu er það silungurinn, sem öll þessi skrípalæti hans snúast um, en ég fullvissa ykk- ur um, að það em fjölmargar aðrar stoðir, sem renna undir hugarfar hans. Hann hefur augum litið undarleg kraftaverk náttúmnnar, klak rykmýsins á vatnsborðinu, spennta athygli silungsins, troðandi marvaða titrandi uggum, stefnu ár og straums, sveiflu hvítblómstr- andi marhálmsins, stefnu vind- gárans og líkumar fyrir stang- arskugga í sólskininu. Hann hefur umhverft sjálfum sér, með hatti og öllu saman, í líki allra þessara náttúrufyrirbæra; hann hefur komið til leiðar sam- einingu sjálfs sín og fisks og flugu og flaums árinnar, svo að atferli hans verður eðlilegt, og hann er ekki lengur kaupsýslu- maður með veiðistöng, einn og framandi, heldur hluti lífrænn- ar heildar, eins sannur og nátt- úrlegur eins og himinn og fljót, eins og silungur og blóm. Mér er í fersku minni dagur, fyrir ekki alllöngu, er ég sat að dorgi með frönskum vini mín- um, uppgjafa rannsóknarlög- reglumanni á bökkum Charente 58

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.