Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 64

Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 64
URVAL GLEÐI DORGARANS mikið gefandi fyrir slíkt. Dalurinn minn liggur í faldi Berkshire-hæða, og áin er kryst- altær, svo að maður getur séð hverja dröfnu á silungnum og hvem stein á gullnum malar- botni árinnar. Þetta er ekki stór á, og hún liðast um kyrrláta vothaga með kúm á beit, og framhjá gömlum bændabýlum og smáþorpum með stráþekjum. Litróf dalsins er í sífelldri breytingu: hvanngrænt grasið, gróðabrún plógmoldin, kornakr- amir í hlíðinni, mustarðurinn og humallinn, undafífillinn og eyrarrósin, gleymméreyið og holtasóleyjan, og fiskikóngur á hröðum væng yfir ánni. Dalur- inn er mildur og hlýlegur, og hann er fersklegur og smáfugl- amir við ána undirstrika að- eins einvem manns, stelkurinn og hrossagaukurinn, óðinshan- inn og mýrarsnípan. Alit þetta er dorgaranum mikilsvert. Það er sjálfur grund- völlur lífsins, er við þiggjum alla björg okkar af, sem stang- arveiðimaðurinn finnur í huldu- dölum sínum. Og um allt þetta rennur áin — vatnið, sem geym- ir leyndardóminn. Ég veit ekki bvemig ég á að útskýra þetta, og þið trúið því ef til vill ekki, að þetta geti staðið í neinum tengslum við gleði dorgarans. Þið eruð kannski hreint ekki fáanleg til að trúa því, að feit- lagni maðurinn þarna — sem er dugandi kaupsýslumaður að atvinnu, þegar hann er með öll- um mjalla — nú klæddur mitt- isháum vaðbrókum, gömlu jakkaræksni og óskaplegmn flókahatti, skríðandi á fjómm fótum á árbakkanum og rýn- andi í hringiðumar, -— að hann hafi neitt í huga annað en að krækja sér í einhvem silunginn, sem ekki uggir að sér. Að vísu er það silungurinn, sem öll þessi skrípalæti hans snúast um, en ég fullvissa ykk- ur um, að það em fjölmargar aðrar stoðir, sem renna undir hugarfar hans. Hann hefur augum litið undarleg kraftaverk náttúmnnar, klak rykmýsins á vatnsborðinu, spennta athygli silungsins, troðandi marvaða titrandi uggum, stefnu ár og straums, sveiflu hvítblómstr- andi marhálmsins, stefnu vind- gárans og líkumar fyrir stang- arskugga í sólskininu. Hann hefur umhverft sjálfum sér, með hatti og öllu saman, í líki allra þessara náttúrufyrirbæra; hann hefur komið til leiðar sam- einingu sjálfs sín og fisks og flugu og flaums árinnar, svo að atferli hans verður eðlilegt, og hann er ekki lengur kaupsýslu- maður með veiðistöng, einn og framandi, heldur hluti lífrænn- ar heildar, eins sannur og nátt- úrlegur eins og himinn og fljót, eins og silungur og blóm. Mér er í fersku minni dagur, fyrir ekki alllöngu, er ég sat að dorgi með frönskum vini mín- um, uppgjafa rannsóknarlög- reglumanni á bökkum Charente 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.