Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 77
Kunnið þér
leggja á borð?
DISKASTAFLINN stendur
tilbúinn, glösin eru pússuð og
hnífapörin fægð. En hvemig á
nú að koma þessu öllu fyrir á
borðinu ?
Nú ætlum við t. d. að borða.
Hvað er þá auðveldast fyrir
gestinn að taka fyrst ? Auðvitað
það, sem liggur yzt. Og þannig
er það einmitt. Það, sem fyrst
á að taka, liggur yzt, eða f jærst
diskinum. Ef súpan er fyrsti
rétturinn, á súpuskeiðin að vera
lengst til hægri. Ef snittur eða
einhver forréttur eru, skal
leggja lítinn hníf lengst til
hægri og lítinn gaffal lengst til
vinstri. Ef við eigum ekki til
svona lítil hnífapör, má borða
forréttinn — ef ekki er um að
ræða því fínni veizlu — með
hnífapörum þeim, sem borða á
aðalréttinn með. Þá þarf að
leggja servíettu undir forrétts-
diskinn, svo að hver gestur geti
þerrað af þeim með henni.
Ef þér ætlið að halda mjög
fína matarveizlu, eiga hnífapör-
in að liggja sem hér segir: Yzt
til hægri er skeið í súpuna, síð-
an hnífur og gaffall í fiskrétt-
inn, síðan hnífur og gaffall í að-
alréttinn og svo e. t. v. lítill hníf-
ur og gaffall í t. d. heitan osta-
rétt í lokin. Við getum þannig
alltaf tekið hnífapörin, sem yzt
eru hverju sinni, þ. e. a. s. inn
að diskinum hvoru megin, nema
síðast, því að ábætisskeiðin eða
ábætishnífur og -gaffall eiga
alltaf að vera fyrir ofan disk-
inn, milli disksins og glasanna.
Þetta er því auðvelt að muna
bæði fyrir gestinn og húsráð-
anda. Ef diskarnir eru mynztr-
aðir, skulu mynztrin snúa eins.