Úrval - 01.03.1960, Page 78

Úrval - 01.03.1960, Page 78
DRVAL KUNNIÐ ÞER AÐ LEGGJA Á BORÐ? Ef tala gestanna er oddatala, má hafa tvo fyrir öðrum borð- endanum. Skreytingunni skal komið fyrir á borðinu áður en borðbúnaðurinn kemur á borð- ið, þá er engu ýtt til eða ruglað. Glösin eiga að vera svona: Yzt til hægri sherryglas með súpunni, síðan hvítvínsglas, þá rauðvínsglas og síðast lítið glas fyrir eitthvert vín með ábætin- um. Stundum er þó aftur gefið sherry í fyrsta glasið aftur. Servíettan er oftast á miðjum diskinum. Nafnspjöldin eru lögð á rauð- vínsglasið. Helzt ætti að gera ráð fyrir um 65 sm. plássi fyr- ir hvem gest. Það fer betur um gestinn, ef hann þarf ekki að reka olnbogann í sessunaut sinn. Og athugið svo, að hnífapör- in eiga ekki að koma inn undir diskbrúnina. Það má kannske segja, að maturinn sé jafngóð- ur, þó að ekki sé verið með svona seremoniur, en þið mun- ið komast að raun um, að stemningin verður allt önnur yf- ir fallega skreyttu borði, held- ur en borði, sem húsfreyja leggur enga áherzlu á. „Fagur hlutur er æ til yndis“. Verði ykkur svo að góðu. o----o Bezta ráðið til að geðjast áheyrendum, er að komast eftir hvaða skoðun þeir hafa á einhverju, og segja þeim síðan að þeir hafi fullkomlega rétt fyrir sér. o----o Margar og langdregnar ræður voru haldnar i veizlu. Einn síðustu ræðumanna, sem átti að tala, aflaði sér vinsælda er hann sagði: „Ég ávarpa ykkur af því að ég hefi ekkert annað að gera — og sezt niður af þvi að ég hefi ekkert annað að segja.“ )----( — Hvernig varðst þú rikur? — Ég gekk í félag við ríkan mann; hann hafði féð, ég reynsluna. — Nú, og hvað gagnaði það ? -— Ja, nú hefur hann reynsluna, ég peningana. )----( — Þú hatar að rekast á sannleikann í þessu máli ,sagði einn lögmaður við annan. — Ég rekst aldrei á sannleikann, svaraði hinn, sannleikurinn og ég erum alltaf samferða. 72

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.