Úrval - 01.03.1960, Page 79

Úrval - 01.03.1960, Page 79
Eftir Alex Comfort ÆVISKEIÐIN SJÖ EITT AF ÞVl fyrsta og máske átakanlegasta, sem hverju mannsbarni hlýtur að lærast, er að mannlegt líf er bundið klukkunni — gangur þess er fyrirfram kunnur. Tvítugur er maður fullorðinn, áttræður er hann gamall orðinn og fyrr en hundrað ár eru liðin mun hann látinn. Við göngum út frá þessu sem vísu, af því að við þekkjum það. Við miðum hegð- an okkar við þetta á sama hátt og við miðum húsagerðina við ákveðna stærð okkar, þannig, að fólk, sem er tuttugu hundr- aðshlutum hærra eða lægra en gengur og gerist, á venjulega óhægt um vik í þeim. Ég býst við að meginástæð- an fyrir því, að þessi fyrirfram- lagða ævibraut angrar okkur, sé sú, að af henni leiðir að okkur er ákvarðað aldursskeið. Eftir tiltekinn aldur fer þrek okkar að dvína og sömu leiðis mót- stöðuaflið gegn sjúkdómum, og þau munu þverra jafnt og þétt unz einhver áreynsla, sem við hefðum þolað á yngri árum, verður okkur að aldurtila. Þessi gangur málanna heitir elli. Hún er svo tölvíslega jöfn hjá fólki, að tryggingarfélög geta tryggt okkur fyrir dauða á ungaaldri, og við getum svona nokkurn veginn — þó ekki nema nokk- urn veginn — getið okkur til um það stig, sem þessi þróun er komin á, eftir útliti manns- ins. Ákveðin ævilengd, — ef ég

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.