Úrval - 01.03.1960, Side 83
ÆVISKEIÐIN SJÖ
ÖRVAL
búnir að senda eldflaug til
tunglsins. Tækniafrek á borð
við þessi eru að vísu miklu auð-
unnari en fundur lífselexírsins,
því í fyrri tilfellunum tveimur
var vitað hvað með þurfti í
aðalatriðum. Á hinn bóginn er
alls ekki vitað hvað við á að
éta til að stöðva ellihrörnun
mannsins, og fyrsta verkefnið
er að uppgötva hvað það er, sem
með þarf. En á síðustu árum
hefur verið stofnað til umfangs-
mikilla rannsókna í mörgum
löndum til þess að komast að
því hvort unnt sé að hefta ell-
ina, og ef svo er, þá með hvaða
hætti.
Ellihrumleikinn virðist vera
annað og meira en áratuga sam-
safn meiðsla, sem við hljótum
í hnjaski lífsins: tilkoma hans
er of jöfn og stígandi til þess
að svo geti verið. Hann gæti átt
rætur að rekja til sérstakra
meiðsla. Þau gætu verið tvenns-
konar, með tilliti til þess, að
sumar frumur líkamans geta
endurnýjast í hið óendanlega
— til dæmis skinnfrumurnar —,
en aðrar — heilafrumurnar —
alls ekki. Ellihrumleikinn gæti
stafað af sífelldum missi óbæt-
anlegra fruma, ellegar af rým-
andi gæðum þeirra fruma, sem
endurnýja sig — með öðrum
orðum, af vaxandi göllum í við-
haldskerfinu. Helzta vonin um
að takast megi að koma hafti
á ellina hefur ávalt legið í þeim
möguleika að hrömunin hefj-
ist við einhverja eina megin-
breytingu. Þegar hormónar voru
uppgötvaðir væntu menn þess
að með þeim yrði unnt að hefta
hrumleikann. Sú von hefur
brugðist í aðalatriðum, enda
þótt hormónar komi að gagni
til að tefja ellihrörnun á viss-
um sviðum. Kannski byggist
vonin um að okkur takist að
hefta, eða að minnsta kosti tef ja
hrörnunina, hver svo sem orsök
hennar kann að vera, einna
helzt á þeirri staðreynd, að hægt
er að tefja ellihrörnun hjá rott-
um með því að seinka þroska
þeirra. Hægt er 'að halda van-
nærðum rottum ungum og í
fullu fjöri í tíma, sem sam-
svarar heilli rottuævi, og ef
þær eru síðan fóðraðar vel,
stækka þær, ná fullum þroska
og ná aldri, sem samtals jafn-
ast á við tvöfaldan meðalaldur
hjá venjulegum rottum.
Geturn við lengt ævina?
Hjá rottunum, að minnsta
kosti, er ellihrumleikinn tengd-
ur þroskaklukkunni. Hjá mann-
inum er þessu ef til vill eins
varið, en það er erfiðara um
að segja hvort okkur er óhætt
að fikta nokkuð við þá klukku.
Með því að svelta rottuunga
gerum við aðeins það, sem nátt-
úran sjálf hefur leikið við
manninn — við lengjum
bernskuskeiðið. Það eru fleiri
leiðir hugsanlegar til að tefja
fyrir ellinni. Ef gallar í endur-
nýjun fruma eiga þarna sök,
er hugsanlegt að bót verði á ráð-
77