Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 84

Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 84
tJRVAL ÆVISKEIÐIN SJÖ in með lyfjum, sem vemda frumurnar fyrir utanaðkomandi skemmdum — til dæmis af völdum geislunar. Maðurinn er stöðugt að lengja blómaskeið lífs síns með því að fækka dauðsföllum á unga aldri. En fram að þessu hefur honum ekki tekizt að finna neitt ráð til að lengja venju- legan hámarksaldur. Hann er enn um það bil átta tygir ára, eins og þegar Biblían var skrif- uð. Læknavísindin hafa áorkað fremur litlu í þessu efni. Bil- anirnar verða svo örar undir lokin, að öldungur, sem hlýtur aldurtila af einni þeirra, ber venjulega í sér allmargar til viðbótar, sem hver um sig hefði nægt honum til bana ef hann hefði lifað þá fyrstu af. Það er þetta vandamál, sú þraut að breyta allri stundaskránni og seinka hnignuninni, sem geron- tologían — ellihrumleikafræðin — glímir nú við. Trú mín er sú að takast muni að lengja mannslífið verulega, en ég er hræddur um að langt verði þangað til. Ráðning gátunnar, sem Sfinx- in lagði fyrir Ödifus, var sú, að maðurinn væri sú skepna, sem gengi fyrst á fjórum fót- um, síðan á tveimur, svo á þremur — skríðandi, gangandi og höktandi við staf. Eg hygg að við getum sagt með sanni, að hann sé skepna, sem fæð- ist mjög ósjálfbjarga og bernskuskeið hans og ómaga sé mjög langt. Hann sýnir kyn- ferðislegar tilhneigingar í bernsku, og þær hafa þýðing- armiklu hlutverki að gegna varðandi andlegan þroska, hann lifir félagslífi, sem grundvall- ast á fjölskyldutengslum, og hefur beitt skynrænni hugsun sér til verndar svo að hann geti liíað til gamals aldurs. Með til- liti til þess, að sagan um Ödifus varpar ljósi á hina sálrænu hlið þessarar þróunar, finnst mér ástæða til að ætla að forn- Grikkir hafi rennt furðu ljósan grun í eðli mannsins, með hlið- sjón af uppgötvunum síðari tíma líffræðinga á þessu sviði. (The Listener) )-------( Ungur klerkur fór til höfuðstaðarins, og ætlaði að kaupa þar skilti með áletrun og festa síðan upp í kirkju sinni. Hann gleymdi að taka með sér bæði áletrunina og stærð skiltisins, og sendi konu sinni símskeyti og bað hana að senda sér skeyti um hvorttveggja. Þegar skeytið kom, leizt símastúlkunni ekki á blikuna, en skeytið var þannig: „Barn er oss fætt lengd 6 fet breidd 2 fet.“ 7*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.