Úrval - 01.03.1960, Blaðsíða 88
tJRVAL
I FJÖRBROTUM
hafði engan lykil að því, og staf-
róf ið var að minnsta kosti fimm-
tíu og sex merki, og orðin þýddu
— hvað? Hljóð? Hugsanir?
Augnaráð eða tOht, hreyfingar,
eitthvað, sem mátti tákna með
merkjum, bókstöfum, sem voru
ólíkir nokkrum öðrum, sem
menn höfðu notað, að því er
mér bezt var kunnugt.
Ég varð þess áskynja við verk
mitt, að enginn leiðangurs-
manna svaf. Eins og ég gátu
þeir varla beðið morguns. Að
líkindum mundi nýr dagur að-
eins valda okkur beizkum von-
brigðum —þeim, að sjá hinn
ghtrandi hlut innan við þúsund
metra frá okkur, en geta ekki
komizt að honum nema ef til vill
1 þyrilvængju.
Undir morgun .hrökk ég við
þegar hendi var drepið á öxl
mér. Það var Melinda, og færði
hún mér kaffi, sykur og dósa-
mjólk, og ég blessaði hana fyrir.
Hún leit á stafla af skrifuðum
blöðum á borðinu og spurði:
,,Hefur þér gengið nokkuð?
Nokkur ráðning?“
,,Ég er hræddur um að ég
þurfi á Rosettu-steini að halda“,
sagði ég og hristi höfuðið.
„Rosettu-steinn ? Já, þessi,
sem varð til þess að ráðnar voru
helgirúnimar egypzku, af því að
á honum vom áletranir bæði á
grísku og egypzku? — Jæja, ég
ætla ekki að trufla þig, en gam-
an þætti mér að vita hverjum
tökum þú tekur þetta viðfangs-
efni“.
„Það þætti mér líka gaman!
Ef til vih er þetta ekki mál. Ef
til vih töluðu þeir saman með
því, að breyta um lit á fingr-
um sínum, og þessi merki tákna
aðeins litasamböndin“.
Mér til nokkurrar undrunar
saup Melinda hveljur. „Þú ert
dásamlegur! Hvernig fór þér að
detta þetta í hug?“
„Æ, farðu nú“, sagði ég, og
þóttist vera vinalegur, en aftur
varð ég hissa því að hún sýnd-
ist móðgast. Hégómaskapur
kvenna . .. hugsaði ég.
Þegar ljósið á lampa mínum
tók að fölna fyrir dagsbirtunni,
reis ég á fætur og gekk út þang-
að, sem ég gat séð hina glitr-
andi málmófreskju. Þar voru
aðrir leiðangursmenn fyrir, en
enginn var þar hinna innfæddu
fylgdarmanna.
Þegar ég átti skammt ófarið
til félaga minna, fældi ég upp
úr lágrunni eitt hinna mörgu
nagdýra, sem eiga heimkynni á
þessum slóðum. Kvikindið æddi
í skelfingu undan mér, og á
flóttanum kom dýrið nálægt hin-
um undarlegu jurtum. Þá
spyrnti það skyndilega við fót-
um, nam staðar, sneri við, tísti
vesaldarlega, og hljóp til baka
á móti mér, eins og af mér staf-
aði minni hætta og ógn en blóm-
unum. Ég heyrði það hlaupa
ýlfrandi af skelfingu inn í runn-
ana.
Ég sagði frá þessu við morg-
unverðinn, en Barkley, náttúru-
fræðingur, virtist áhugalaus.
82