Úrval - 01.03.1960, Side 92

Úrval - 01.03.1960, Side 92
ÚRVAL I FJÖRBROTUM aði Wellman. Bogin lína tengdi saman sólkerfin tvö. „Þetta er leiðin“, Ibbetson varð að ræskja sig svo að til hans heyrðist, „sem þeir fóru“. Wellman kink- aði kolli, og þrysti á hnapp, og þá sást jörðin, svo að ekki varð um villst, og meira að segja út- línur Austur-Indlands. Auð- kenni sýndi núverandi stað okk- ar — og geimfarsins. Við geng- um stað úr stað, fundum vél- arnar, og héldum áfram að opna skápa. Melinda, sem stóð framan við skáp, þar sem upp var raðað málmþynnum, kallaði 1 mig: „Bill! Komdu hérna! Ég held að þetta geti verið — Rosettu- steinninn þinn“. Ég flýtti mér til hennar, en hún benti mér á skáphurðina innanverða. Áletrun var á hurð- inni á hinu ókunna máli, en neð- an við og aðskilið með línum, var textinn sýnilega endurtek- inn. Á koptisku. Á arameisku. Og á sanskrít! Ég varð hálf- máttlaus í hnjánum. Hún ýtti við mér. „Geturðu lesið nokk- uð af þessu?“ „Allt, nema þeirra“, svaraði ég og las hátt arameiska text- ann: „Hér er, á þremur tungum þessa heims, svo og á okkar máli, saga okkar og þessarar ferðar“. Hún brosti við mér, en ég bað um að plöturnar yrðu færð- ar þegar í stað til búðanna, því að ég vissi að ég myndi ekki unna mér hvíldar fyrr en ég hefði þýtt nógu mikið af skýrslunni til þess, að skilja merkinguna, og ekki aðeins fyrir okkur, sem af tilviljun urð- um fyrst til þess að vita með vissu að maðurinn er ekki einn í hinu stjörnusetta rúmi, held- ur til þess að láta heiminn vita þetta — allan. Ég á fátt eftir ósagt. Ég sat yfir þynnunum þennan dag og næstu nótt. Á sumum þeirra voru teikningar, og þegar Mann- erheim kom og sagði mér að hann héldi sig vera farinn að hafa hugboð um hreyfiaflið, sem notað var, þá gat ég fengið hon- um þynnur, sem sýndu fyrir- komulag vélanna og hvemig þær gengju. Ég skildi ekkert í þessu, en það gerði Manner- heim, og hann sneri aftur til farsins með þessa vélaupp- drætti. Ég neitaði Ibbeson og Bark- ley — þótt þeir sárbændu mig — um að þýða langar romsur, næstum heilar bækur, sem f jöll- uðu um hnöttinn fjarlæga, jurtalíf hans og dýra, og þróun hins stórvitra kynþáttar. Ég óttaðist að það mundi taka langan tíma að gera sér grein fyrir hvað þessi fundur gæti þýtt í heild — að fráteknu ef til vill því hreint tæknilega —, svo að undir morgun sneri ég mér að því að þýða síðustu blöðin. „Við höfum“, las ég, „kom- £6

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.