Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 9

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 9
ur slökun á kviðvöðvum, er hendi þrýst flatri á efri hluta kviðar, þannig að fingur snúi rifjaboganum. Síðan er sjúklingurinn beðinn um að draga djúpt að sér andann, og um leið er báðum höndum þrýst sam- an. Venjulega er ekki hægt að finna fyrir eðlilegum nýrum á þennan hátt. Standi nýra hins vegar neðar- lega eða sé stækkað af einhverjum orsökum, t. d. vegna æxlis, má finna það ganga niður á milli fingra beggja handa. Ekki er óvenjulegt að finna fyrir neðri pól lágstæðs hægra nýra (nephroptosis) hjá grönn- um konum (mynd 1). Stækkun á háðum nýrum bendir til, að í þeim séu lilöðrur (polycystisk). Hins vegar er hydronephrosis algeng orsök fyrir stækkun á öðru nýra, og er það þá venjulega vel hreyfanlegt. Erfiðara er að hreyfa til nýra, þegar æxli er til stað- ar. líris. Þar sem briskirtillinn liggur djúpt í kviðar- holi, er yfirleitt ekki hægt að finna fyrir honum við þreifingu, nema hann sé verulega stækkaður, t. d. af völdum æxlis eða cystu. Pseudocystur í brisi eru af ýmsum stærðum og geta jafnvel fyllt út í mestan hluta kviðarhols. Lifur. Þreifað er eftir neðri brún lifrar rétt utan við hægri rectusvöðvann. Lifrarröndin gengur 1—3 sm niður við djúpa innöndun og er þá venjulega finnanleg. Eymsl geta fylgt, þegar lifrarröndin renn- ur undir fingur þess sem skoðar, jafnvel þótt lifrin sjálf sé eðlileg. Að sjálfsögðu eru þessi eymsl meira áberandi, ef lifrin er bólgin. Ekki má meta stærð lifrar eingöngu eftir því, hversu marga sentimetra í miðclavicularlínu lifrarröndin er neðan við rifja- boga. Nauðsynlegt er að nota bank til að ákvarða stærðina og verður vikið að því nánar síðar. Afstaða neðri brúnar lifrar til rifjaboga fer eftir stöðu þind- ar. Þegar þindin er lágstæð, t. d. hjá sjúkingum með lungnaþembu, er hún færð talsvert niður í kvið, án þess að um lifrarstækkun sé að ræða. Einnig skiptir líkamsbyggingin máli. Þannig gæti neðri lifrarbrún verið finnanleg nokkra sentimetra neðan við rifja- boga hjá renglulegu fólki en ekki hjá þeim, sem eru breiðvaxnir. Lögun lifrar er nokkuð breytileg. Þar má til nefna svokallaðan Riedel’s lappa, sem er nokk- urs konar tungulaga framlenging af hægri lifrar- lappa. Finnst fyrir honum hreyfanlegum hægra meg- in í kvið, og getur hann náð niður að hægri crista iliaca. Við þreifingu er stundum erfitt að greina á milli Riedel’s lappa og gallblöðru, lágstæðs nýra og jafnvel æxlis. Má þá nota ísotópaskann til aðgrein- ingar. Veruleg lifrarstækkun finnst helst hjá sjúklingum með meinvörp, hjartabilun og fituíferð. Finnst þá oft fyrir vinstri lifrarlappa í epigastrium einhvers staðar á milli processus xiphoideus og nafla. Þegar stækkuð lifur er þreifuð í djúpri innöndun, gefst tækifæri til að gera sér grein fyrir yfirborði hennar, t. d. hvort hún er þétt átöku og aum með ávalri brún eins og í hjartabilun eða hörð og hnútótt eins og við meinvörp. Tricusipidal lokugalli er venjuleg orsök fyrir púlserandi lifur, en æðasláttur þar á sér stað seint í systólu, og finnst með því að þrýsta létt á lifrina um leið og þreifað er eftir slætti í carotisæð. Finnst þá æðasláttur í lifrinni á eftir púls í carotis- æðinni. Gallblaðra. Gallblöðrubotninn er þar að finna, sem hægri rifjabogi mætir ytri brún hægri rectus- vöðvans. Venjulega finnst ekki fyrir gallblöðru, nema um sjúklegt ástand sé að ræða. Rráðri gall- blöðrubólgu fylgja eymsl í gallblöðrustað, og andi sjúklingur inn hægt og cljúpt, meðan fingrum er þrýst þétt undir hærgi rifjaboga, grípur hann andann á lofti af sársauka (Murphy’s sign). Stífli steinn ductus cysticus, má finna fyrir bólginni gallblöðru. Stíflist ytri gallvegir, t. d. af völdum briskrabba, fylgir stækkun á gallblöðru án teljandi eymsla (Courvoisier’s law). Þegar steinn veldur stíflu á ytri gallvegum og um leið gulu, þarf ekki að búast við stækkun á gallblöðru, þar sem langvarandi bólga og bandvefsmyndun hindra þenslu hennar. Milta. Hjá heilbrigðu fólki er milta ekki finnan- læknaneminn 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.