Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 19

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 19
alltaf hiti, allt að 41° C, sem getur verið eina ein- kennið ásarnt slapplerka og hratt vaxandi blóðleysi. Oftast er einhver truflun á blóðmynd, t. d. fækkun hvítra blóðkorna, blóðleysi eða fækkun blóðflaga. Króniskar leukemíur geta einkennst af hita en hann er þó oftar vegna sýkingar og skal taka hann sem slíkan þar til annað sannast. Magakrabbamein er oft tekið sem dæmi um hitamyndandi æxli því hiti er nok'kuð algengt einkenni þess. Krabbamein í nýra hefur einnig oft hita í för með sér, en hann er þá sjaldan eina einkennið. Sagt er að sé hiti áfram eítir að æxlið hefur verið fjarlægt megi taka mein- vörp sterklega til íhugunar. Algeng einkenni eru híeikkun á alkalískum fosfatasa og verkjalaus hema- turia. Mörg önnur æxli geta haft hita í för með sér, t. d. krabbamein í brisi, lifur, gallvegum, vélinda, bein- um, eistum o. fl. Einkenni geta verið væg, svo sem langvarandi hiti, slappleiki, þyngdartap, hækkað sökk og oft leukemoid blóðmyndir. III. BANDVEFSSJÚKDÓMAR Hiti er algengt einkenni þessara sjúkdóma og er oft eina einkennið í upphafi, jafnvel mörgum vikum á undan öðrum einkennum. Hér er átt við sjúkdóma eins og arteritis temporalis, lupus erythrematosis disseminatus, arthritis rheumatoides o. fl. Arteritis temporalis hefur í för með sér hita, höf- uðverk, liða- og vöðvaverki, mikið hækkað sökk, blóðleysi, eosinofiliu, sjóntruflanir og jafnvel blindu. I allt að 45% tilfella eru engin eymsli yfir gagn- augaslagæðinni. Greining getur verið mjög erfið og næst oft ekki nema með prófskurði úr slagæðinni. Sjúkdómurinn lætur mjög vel undan sterum, hiti hverfur á nokkr- um dögum og sökkið lækkar á ca. tveimur vikum. LED hefur oft hita í för með sér, stundum í byrjun án útbrota, liðabólgu eða einkenna um nýrnasjúk- dóm. Mikilvægasta rannsóknin fyrir utan almenna blóðmynd er mæling á anti-DNA-antibody. Oft verð- ur fækkun hvítra blóðkorna með hlutfallslegri aukn- ingu lymphocyta. Arthritis rheumatoides er stundum tengt HOU, þá oftast það form sem kallast Still’s sjúkdómur eða arthritis rheumatoides juvenilis. Þetta getur verið mjög erfitt að greina í sumum tilfellum því hitinn getur komið vikum eða jafnvel mánuðum á undan öðrum einkennum. Ekki mælist hækkun á antinu- clear factor í þessum sjúkdómi sem gerir þetla enn erliðara í greiningu. Oft þarf að fylgjast með sjúkl- ingnum í langan tíma áður en greining fæst. Helstu einker.ni eru stækkuð lifur og milta, blóðleysi, fjölg- un hvítra blóðkorna, útbrot o. fl. Liðabreytingar koma venjulega fram seinna. IV. FALSAÐUR HITI OG SJÁLFSSÝKINGAR Mörg dæmi um falsaðan hita og sjálfssýkingar er að finna í greinum og ritum og gerðar hafa verið heilmiklar úttektir á þessu efni. Yfirleitt er um und- irliggjandi geðræn vandamál að ræða, mörg tilfell- anna falla undir heitið „borderline syndrome“. Oft- ast er þetta ungt kvenfólk og meirihlulinn er á ein- hvern hátt tengdur heilbrigðisstéttum: hjúkrunar- konur, rannsóknarstofufólk og læknanemar. Hér kennir margra grasa, fólk hitar hitamælinn, skiptir á hitamælum eða sprautar sig með alls kyns sulli, t. d. munnvatni, mjólk og jafnvel útþynntum hægðum! Mikilvægt er að greina þetta snemma því að stundum er einnig um raunverulegan sjúkdóm að ræða. Þetta fólk getur lika þurft á hjálp geðlækna að halda. Sjálfssýkingu getur verið afskaplega erfitt að greina og dettur mönnum það ekki í hug fyrr en allt annað hefur brugðist. Nokkuð stór hluti með LIOU lengur en 6 mánuði játar þetta endanlega á sig, þannig að þetta getur verið verulegt vandamál. Þetta fólk hefur yfirleitt gengið í gegnum margs kyns flóknar og dýrar rannsóknir og jafn vel verið skorið upp nokkrum sinnum. Það má hafa í huga ef margar tegundir baktería ræktast úr blóði í einu eða ef mjög óvenjulegir sýkl- ar eru fyrir hendi. Öeðlilega hár hiti, misræmi milli púlshraða og hita og ef hiti fellur mikið (án svita- myndunar) við það að einhver er viðstaddur hita- mælinguna, vekur allt grun um falsaðan hita. V. LYFJAHITI - OFNÆMISLIITI Næstum öll lyf geta valdið hita, en það er oftast tengt sýkla- eða krabbameinslyfjum. Það getur verið læknaneminn 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.