Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 13

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 13
ÞaS er nauðsynlegt að skrá hvaða smitsjúkdóma barnið 'hefur fengið og þá hvenær, hvaða ár. Einnig hvort harnið geti hugsanlega hafa verið í námunda við einhvern með smitandi sjúkdóm seinustu dagana eða vikurnar. Onæmisaðgerðir, sem framkvæmdar hafa verið á barninu, þarf að skrá nákvæmlega eftir frásögn að- standenda og heilsufarshók barnsins. Þegar komið er með barn til læknis eða á spítala, er foreldrum harnsins venjulega efst í huga það, sem amar að baminu í það skiptið, og eru oft mjög á- hyggjufull og kvíðin. Þess vegna ber að sýna þeim tillitssemi og þolinmæði. Byrja samtalið með því að spyrja þau um hvað ami að barninu og leyfa þeim síðan að skýra frá því með sínum eigin orðum eins frjálslega og unnt er. Síðan kemur til kasta læknis- ins að spyrja þau eftir því sem frásögn þeirra gefur tilefni til, en varast ber leiðandi spurningar. Góð regla er að byrja á því að ræða ástæðuna fyrir því, að barnið er fært til læknis eða lagt inn á spítala, en taka síðan fyrir þau önnur atriði, sem rædd voru hér að framan. Sjúkrasögunni má gjarnan skipta í nokkra þætti: a) aðalástæðan fyrir innlögn eða heimsókn til lækn- is, b) fyrri sjúkrasaga, c) fjölskyldusaga og d) fé- Iagsleg saga. Skoðun Þegar kemur að skoðun barnsins, er góð sam- vinna við sjúklinginn nauðsynleg og að sjálfsögðu líka við foreldrana, en stundum getur hún verið erf- ið, einkanlega ef um smáböm er að ræða. Skoðun barnsins byrjar í raun um leið og læknirinn lítur það augum. Idann getur veitt því athygli án þess beinlínis að stara á það eða skoða það sérstaklega, um leið og hann ræðir við foreldrana. Gefur hann þá barninu um leið tækifæri til þess að átta sig á um- hverfinu og honum sjálfum. Þá gefst einnig ráðrúm til þess að veita atbygli sambandi foreldra og baras. Þegar um er að ræða smábörn, er heppilegast að hefja skoðunina á athugunum, sem valda barninu sem minnstum óþægindum, en geyma þar til í lokin, það sem er óþægilegt eða sársaukafullt. Byrja t. d. ekki á því að skoða í eyru eða kok. Nálgast ber barn- ið með varfærni og forðast allt, sem getur hrætt það og valdið því sársauka eftir því sem hægt er. Snerta ekki á barninu með köldum höndum eða t. d. kaldri hlustpípu, beita ekki þvingunum eða ofbeldi þótt barnið sé óstýrilátt, en reyna af fremsta megni að ná samvinnu við það. Mikilvægt er að klæða barnið úr öllum fötunum smátt og smátt meðan á skoðun stendur og reyna að gera sér grein fyrir almennu ástandi þess. Er það veikindalegt eða hraustlegt í útlili? Svarar stærð, hæð og þungi til aldurs? Eru líkamshlutföll eðlileg? Hefur barnið nokkur líkamslýti? Hvernig er nær- ingarástand þess og vökvajafnvægi? Ef um smábarn er að ræða, þarf að athuga sérstaklega hvort það hefur náð þroskastigi svarandi til aldurs þess. Færa inn á línurit hæð, þunga og höfuðmál. Ef barnið er farið að ganga þarf að veita athygli limaburði þess, göngulagi og handfimi. Reyna að tala við barnið, ef það er á þeim aldri að slíkt sé hægt og gera sér grein fyrir andlegum þroska þess eftir því sem mögulegt er. Húð barnsins ber að athuga vel, þ. á m. litarhátt (cyanosis, fölva, gulu, roða). Aðrar litahreytingar (pigmentationir), staðbundnar eða dreifðar, t. d. cafe-au-lait bletti, fæðingarhletti (nevi), áberandi æðateikningar eða æðabletti (hæmangioma), óeðli- legar húðfellingar og striae, háradreifingu og húð- flögnun (desquamation). Þá þarf að gera sér grein fyrir húðfylld (turgor) og hvort um bjúg sé að ræða. Nauðsynlegt er að rannsaka alla þá staði, þar sem helst má búast við eitlastækkunum t. d. háls, hol- hendur og nára. Höfuð: Skoða skal höfuðstærð og lögun, mæla höfuðmál. Þreifa eftir suturum og fontanellum, eru þær eðlilegar eftir aldri, sundurgliðnaðar eða sam- vaxnar? Hvernig er fontanella ant., spennt, innfallin eða með eðlilegum þrýstingi? Hefur barnið cranio- tabes, eru útþandar æðar á höfði? Sé grunur um vatnshöfuð, má reyna að gegnlýsa höfuðið með Ijósi í dimmu herbergi. Hvernig er hárafar? Vert er að veita athygli andliti barnsins og sviphrigðum þess. Er andlitið symmetriskt eða er andlitslömun til staðar, en það sést oft ef barnið grætur eða brosir. Er þetta eðlilegt barnsandlit eða er andlitsfallið af- brigðilegt að einhverju leyti, t. d. breið nefrót, auk- ið bil milli augna (hypertelorismus), eða skásett Læknaneminn 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.