Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 63

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 63
IJá kynnti BárSur ljósritarakaupin og auglýsti opn- unartíma. Mæting á fundi þessa var svona upp og ofan, oftast í kringum 40-50 manns. Hildur. Heildarfundir Einir fimm deilclarfundir voru haldnir á starfsári fi'áfarandi stjórnar. Fullmætt var af hálfu stúdenta a alla fundina, en það sama er hins vegar ekki hægt að segja um mætingu lærifeðra vorra. Stjórn FL hélt undirbúningsfundi með fulltrúum árganganna fyrir hvern deildarfund. Var þar farið yfir dagskrá fund- arins og lagt á ráðin með baráttuaðferðir. Fyrsti fundurinn var haldinn þann 19. mars 1980. Þar var m. a. kynnt nefndarálit um geymslutíma læknisfræðigagna. Aðalmál fundarins voru þó bygg- ingarmál læknadeildar. Mættu rektor háskólans og fulltrúar frá yfirstjórn mannvirkjagerðar á fundinn. A funclinum var samþykkt ályktun frá stúdentum þar sem lögð er áhersla á, að tekið verði fullt tillit til læknadeildar við skiptingu lækna- og tannlækria- deildarhússins (sjá einnig í kaflanum um bygginga- nrál). jafnframt var því mótmælt, að hluti hússins skuli sérhannaður sem einkaklinik kennara tann- læknadeildar. Þarna voru líka mættir arkitektar hússins og kynntu þeir byggingaráætlun hússins. Annar fundurinn var svo haldinn 23. maí. Þar var fyrst og fremst á dagskrá kosning deildarforseta, deildarráðs og kennslunefndar. Einnig var fjallað um krufninganámskeið annars árs nema og var enn einu sinni skortur á fjárveitingu til að standa straum af því. I því sambandi lögðu læknanemar fram til- lögu, þar sem skorað er á stjórnvöld H1 að tryggja nægilegt fé til fararinnar. Tillaga þessi var samþykkt og náði þetta mál fram að ganga. Þriðji fundurinn var þann 23. nóv. Þar var aðal- lega fjallað um stöðuveitingar. Stúdentar hafa ekki atkvæðisrétt um stöðuveitingar. Við síðustu reglu- gerðarbreytingu var reynt að ná þessum sjálfsögðu réttindum okkar fram en tókst ekki. Þær stöður sem greitt var atkvæði um á fundinum voru: Lektors- staða í lífeðlisfræði og fékk Guðmundur Einarsson flest atkvæði. Prófessorsstaða í ónæmisfræði, en þar fékk Helga Ogmundsdóltir einu atkvæði fleira en Helgi Valdimarsson eftir hörkuspennandi kosningu. Dósentstaða í húð- og kynsjúkdómafræði; þar fékk Arnar Þorgeirsson flest atkvæði. Dósentstaða í líf- færameinafræði; þar var Páll Þórhallsson eini um- sækjandinn og fékk hann samþykki fundarins. Á þessum fundi var nefndarálitið um fjöldalakmark- anir kynnt stuttlega, en það hafði þá enn ekki verið rætt í deildarráði. Næsti fundur, sem haldinn var 6. febr., fjallaði svo nær eingöngu um fjöidatakmörkunarmálið. Svo sem flestir vita, var bæði samþykkt tillaga um fjölda- takmörkun og um hækkaða meðaleinkunn. (Þessu máli verða gerð betri skil á öðrum stað í þessari skýrslu.) Síðasti deildarfundur var þann 25. febr. sl. Þessi fundur var helgaður framtíðarskipulagi og stjórnun byggingamála á Landspítalalóð. Engin samþykkt var gerð á fundinum og þar sem þetta mál er enn í lausu lofti, verður það að vera verkefni næstu stjórnar að kynna læknanemum það nánar. Að lokum vil ég þakka fulltrúum á deildarfundum fyrir samstarfið. Villa. Deildarráðsfundir Fulltrúar fráfarandi stjórnar sátu alls 21 deildar- ráðsfund á starfsárinu. Formaður og ritari sátu langflesta fundina. Nauðsynlegt er að sömu menn sitji á sem flestum fundunum, því oft er verið að ræða sömu málin aftur og aftur. Það verður þó að játast, að fundir þessir eru þyngsti bagginn sem fylgir því að sitja í „topp“-embættum FL. Mestur tími fór í að ræða umsóknir um lækninga- og sérfræðileyfi, sem við stúdentar höfum ekki at- kvæðisrétt í. Þó kom fyrir að mikilvægari mál bar á góma, svo sem fjöldatakmarkanir, byggingamál, kennsluaðstaða og einnig var fjallað um alhnörg undanþágumál. V illa. Shýrslur irú hinum ýmsu ncftnlum ««t rúðum í FL KENNSLUMÁLANEFND Fráfarandi kennslumálanefnd hefur nú starfað í u. þ. b. eitt ár. I nefndinni áttu sæti: LÆKNANEMINN 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.