Læknaneminn - 01.09.1981, Page 16

Læknaneminn - 01.09.1981, Page 16
heiti yfir baikteríur, veirur, sveppi, endotoxin og mótefnakomplexa. Innri hitakveikjur hafa áhrif á undirstúku til hækkunar á gildandi hitajafnvægi í gegnum lítið þekkta orsakakeðju þar sem prosta- glandinE er einn hlekkurinn. Hitalækkandi verkun aspirins er einmitt skýrð með hömlun á myndun þessa prostaglandins. Helstu einkenni sem fylgja sótthita eru: máttleysi, slappleiki, lystarleysi, höfuðverkur og stundum á- blástur. Samfara háum hita getur fólk verið með óráði og börn geta fengið hitakrampa. A meðan hit- inn er að hækka er húðhiti lágur vegna æðasam- dráttar en þegar jafnvægi er náð verður húðin rauð- flekkótt vegna æðaútvíkkunar. Við hitalækkun verð- ur mikil svitamyndun. Hraði efnaskipta eykst um 15% við hverja gráðu sem hitinn hækkar. Utslag hjarta og hjartsláttar- tíðni eykst um 15 slög per gráðu. Þetta leiðir til aukinnar sárefnisnotkunar og þar af leiðandi auk- innar öndunartíðni. Mörg þessara einkenna eru skýrð með aukinni losun thyroxins og adrenalíns. Sótthita fylgir venjulega sökkhækkun vegna auk- innar myndunar á fibrinogeni í lifur. Ennfremur sést mikið fall á járni og zinki í sermi. Bakteríur þarfnast járns til vaxtar og viðhalds þannig að þetta gæti verið þáttur í vörnum gegn þeim en óvíst er um þýðingu zinks. Er hækkaður líkamshiti til gagns? Þetta er um- deill atriði en menn eru þó sammála um að hækkað- ur hiti sé ekki skaðlegur nema hann fari yfir visst mark. Talið er að hækkaður hiti auki virkni varnar- kerfisins, því sýnt hefur verið fram á aukna upptöku næringarefna í lymphocytum við 39° C og leucocytar eru virkastir við frumuát við 38-40° C. Þar sem hiti getur verið eina einkenni sjúkdóms hefur verið reynt að nota hitamynstur til hjálpar við sjúkdómsgreiningu. Varlega ber þó að túlka slík hitamynstur þar sem þau eru í fáum tilfellum ein- kennandi. Lýst hefur verið eftirfarandi mynstrum: 1. „Sustained fever“. Hitinn helst stöðugt hækkað- ur og nær ekki að verða eðlilegur meðan þetta ástand varir. Sólarhringssveiflan er innan við 1° C. Helst þykir þetta einkennandi fyrir ómeð- höndlaða taugaveiki. 2. „I ntermittent fever“. Hitinn sveiflasl meira en 1° C daglega og nær að verða eðlilegur á hverj- um degi en hækkar jafnan aftur. Séu sveiflurn- ar stórar er talað um septískan hita og þykir hann einkennandi fyrir ígerðir, endocarditis, berkla, lymphoma o. fl. 3. „Remittent fever“. Hitinn er stöðugt hækkaður og nær ekki að verða eðlilegur þrátt fyrir tals- verða sólarhringssveiflu (meira en 1° Cj. Þetta er algengasta mynstrið og á engan hátt ein- kennandi. 4. „Relapsing fever“. Stutt hitatímabil eru aðskilin með eins eða nokkurra daga hitalausum hléum. Svona hiti kemur fyrir í malaríu, relapsing fe- ver (spirocheatal sýking) og Hodgkin’s sjd þar sem um 5% sjúklinga hafa hinn svokallaða Pel-Ebstein hita. Einkennandi fyrir það mynst- ur eru 3-10 daga hitaköst með jafnlöngum hita- lausum hléum á milli. iiiti af óþchhtmn uppruna Eins og áður sagði eru margir sjúkdómar tengdir þessu fyrirbæri. Til að útiloka algengustu smitsjúk- dómana sem eru oftast af völdum veira, vara stutt og batna sjálfkrafa, er eftirfarandi skilgreining not- uð: 1. Veikindi í meira en 2—3 vikur. 2. Hitatoppar yfir 38,3° C annað slagið. 3. Ovissa um greiningu þrátt fyrir vikudvöl á sjúkrahúsi þar sem framkvæmdar hafa verið helstu rannsóknir svo sem blóðmælingar, blóð- ræktanir, þvagrannsóknir, röntgenrannsóknir og berklapróf. Þessi skilgreining á rætur sínar að rekja til frægr- ar greinar sem þeir Petersdorf og Beeson skrifuðu í tímaritið Medicin árið 1961. Hún hefur síðan verið lögð til grundvallar í flestum samantektum sem gerð- ar hafa verið um þetta efni. Venjulega eru sýkingar algengasta orsök HOU (ca. 35% lilfella). Næst á eftir koma illkynja sjúkdómar (ca. 20%) og bandvefssjúkdómar eru í þirðja sæti (ca. 10%). Afgangurinn skiptist svo á milli marg- víslegra orsaka, þar af nokkuð stór hluti sem aldrei fæst nein greining á (nema HOU). 14 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.