Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 68
fund með stúdentum af med,- og kir.-deildum allra
spítalanna. 1 námsnefnd var greint frá niðurstöðum
þessa fundar. Kom í ljós nokkurt misræmi milli
kennsluspítala, t. d. með tilliti til fjölda klinikka,
fjölda stúdenta per. sérfræðing o. s. frv. Forsvars-
menn med. og kir. á öllum spítölum voru á sama hátt
beðnir álits á kúrsinum. Ekkert hefur heyrst frá
þeim enn. Aðal niðurstöður vinnu þessarar nefndar
verður að telja sameiginlega tillögu 6. og 4. árs
námsnefndanna. í þeim er lagt til að samfelldni
verði á fyrirlestrum í med. og kir. á 4. og 6. ári,
smáu kúrsum 6. árs Ijúki áður en kennsla í med. og
kir. hefjist o. fl.
Þungi starfa í þessari nefnd hvíldi á stúdentum.
Már Kristjánsson.
Námsnefnd 5. árs
Nefndin hélt 3 fundi á liðnu starfsári. Nefndin
skilaði sameiginlegri skýrslu, ásamt séráliti stúdenta
og greinargerð prófessora þeirra greina, sem kennd-
ar eru á árinu. Nefndin varð sammála um það, að
fella niður forfyrirlestra að hausti og lengja hvern
kúrs úr 7 vikum í 8. I stað þess myndi hver kúrs
byrja á inngangsfyrirlestrum. Ekki var talin þörf á
öðrum meiri háttar breytingum á þessu námsári.
Rj 'órn Einarsson,
Kristleifur Kristjánsson.
ÁRSSKÝRSLA FULLTRÚARÁÐS
Starfsár fulltrúaráðs hófst að þessu sinni ekki fyrr
en í október 1980. Þá var haldið kynningarball í
framhaldi af kynningarfundi 1. árs nema. Það var
haldið í Hreyfilshúsinu og tókst ágætlega. Um mán-
aðamótin nóvember-desember var farið í vísinda-
leiðangur til TVkureyrar. í honum tóku þátt milli 20
og 30 manns. Gist var í „barnaskólanum“. Sjúkra-
hús Akureyrar tók vel á móti læknanemum, sýndi
gamla og nýja spítalann og gaf okkur fisk að borða.
Síðar sama dag var kokteill hjá bæjarstjóra. Á
kvöldin voru danshús Akureyrar stunduð. Jóladans-
leikur var haldinn 19. desember í Átthagasal Hótel
Sögu. Hann var fremur illa sóttur. Árshátíð Félags
læknanema var haldin að Hótel Sögu 26. febrúar.
Súlnasalurinn er betri en Þórskaffi að því leyti að
enginn situr úti í horni. Þátttaka í borðhaldinu var
frekar dræm. Heiðursgestur var Kolbeinn Kristó-
fersson. llla gekk að útvega skemmtikrafta úr hópi
læknanema og fór svo að annað árið var það eina
sem kom með skemmtiatriði. Vonandi gengur betur
að útvega skemmtiatriði frá öllum árum næst.
F. h. fulltrúaráðs,
Jólianna Lárusdóttir.
SKÝRSLA ÍÞRÓTTANEFNDAR
Iþróttanefnd hefur ekki farið ótroðnar slóðir á
þessu námsári, heldur efnt lil hefðbundinna íþrótta-
móta. Haldið var knatlspyrnumót utanhúss í hyrjun
námsárs. Var þar hart barist og þegar yfir lauk stóð
2. árið uppi sem sigurvegari. 4. árið vermdi sitt gam-
alkunna 2. sæti og 1. árið í 3. sæti. Var 2. árið
heiðrað með verðlaunapeningum á árshátíð lækna-
nema.
Innanhúss-knattspyrnumót var haldið rétt fyrir
jólafrí. 2. árið hélt áfram sigurgöngu sinni, en 4.
árið ásamt 6. árinu urðu í 2.-3. sæti. Mátti 2. árið
súpa úr tveimur sherryflöskum fyrir vikið.
Þegar þetta er ritað stendur til að halda körfu-
boltamót. Þar verður vonandi tvisýn barátta þó menn
renni grun í að sigurvegarinn verði það ár, sem les
nú meinafræði og lyfjafræði. Einnig stendur til að
halda skákmót um miðjan mars, sem verður sveitar-
keppni milli ára.
Ofanritað verður sennilega afrakstur þessa náms-
árs hvað íþróttasamkundur varðar. I íþróttanefnd
voru:.
Ársæll Kristjánsson,
Guðmundur Arason,
Halldór Kolbeinsson,
Hjalti Kristjánsson,
Þórarinn Harðarson.
Guðmundur Arason.
FRÁ TENGSLANEFND 1. ÁRS
Tengslanefnd er kosin af 1. árs nemum haust hvert
og eiga fjórir sæti í nefndinni. Hlutverk tengsla-
nefndar er að efla tengsl 1. árs nema við eldri nema
og 1. árs nema innbyrðis. Hvort nefndin hafi náð
66
LÆKNANEMINN