Læknaneminn - 01.09.1981, Side 56

Læknaneminn - 01.09.1981, Side 56
Mynd 21. Mycetoma lob. sup. si.n. (Fertugur maður með svepp ojan í gamla berkla.) „Boltinn“ kemur vel jram í sneiS- myndinni. kennast af liolubreytingum í lungum, svo sem poly- cystisk lungu eða cystulungu, kongenit lobært em- fysem og seqvestrerað lunga, en það einkennist af slímifylltum holrúmum (oftast basalt í vi. lunga), einnig „vanishing lung“, berkjuvíkkun og fibrosis cystica, en báðir síðast nefndu sjd. eru oft taldir til býkúpulunga (honeycumb lung, Wabenlunge), sem raunar er aðeins röntgenologisk diagnosa, ákveðið röntgenologiskt mynstur, sem kemur fram við ýmsa aðra sjúkdóma m. a. histiocytosis X, tuberös scler- osis, scleroderma, rheumatoid arthritis o. fl. Loftbrjóst Þegar loft kemst inn í pleuraholið og safnast þar fyrir, er það nefnt loftbrjóst eða pneumothorax og er það ekki alltaf auðgreint: milli brjóstveggjarins og lungans má þá greina misbreitt bil eða belti, þar sem engan lungnavef er að sjá, engar æðar eða strengi, aðeins rifin, en er að öðru leyti tómt, svart rúm (sjá mynd 22). Það takmarkast vanalega af fínni hvítri línu inn á við og er bún yfirborð lung- ans. Lungað fellur meira eða minna saman inn að hilus, hversu mikið fer eftir magni þess lofts, sem inn hefur komist, þrýstingi þess í pleuraholi, elasti- citeti lungans og samvöxtum. Þrýstingurinn í pleura- holi, sem normalt er negatifur, getur orðið jafn eða jafnvel meiri heldur en í berkjunum (positifur), ef einstefnuloki myndast. Lungað fellur þá alveg sam- an og hjarta og barki færast yfir til hinnar hliðar- innar, er þá talað um tensjóns- (eða ventil) pneumo- thorax. Hann getur orðið lífshættulegur. Samhliða loftbrj ósti myndast oft vökvi í pleuraholi og ef um lítið loflbrjóst er að ræða getur vökvinn verið eina merkið. Vegna loftsins er vökvaborðið lárétt. Ef um meiri háttar vökvasafn og loft er að ræða kemur fram hin sérstæða mynd hydropneumotlioraxins, þar sem lárétt vökvaborð skilur milli loftsins að ofan og vökvans að neðan. Sé loftið mjög lítið og engan vökva að sjá getur verið nær ógerningur að greina það. Loftið leitar upp, liggur því yfir apex, ef sjúkl. stendur eða situr. Getur þá hjálpað að taka mynd- ina í djúpri útöndun. Hliðarlegumynd þar sem veika hliðin snýr upp getur líka hentað, en þá er loft næst undir síðunni. Loft getur lokast inni milli viscerölu og parietölu pleurablaðanna. Slíkt staðbundið loft- brjóst er oft ovoid í lögun, liggur fast að hrjóst- veggnum og er vel afmarkað frá lunganu af ívið þykknaðri pleura viceralis. Stundum má sjá sam- vaxtastrengi í gegnum loftið og myndist vökvi í rúm- inu fáum við vökvaborð og getur þá greiningin verið erfið frá vökvafylltri holu eða ígerð. Erfill getur ver- ið að greina loftbrjóst frá stórri emfysemblöðru, cystu eða jafnvel hernieruðum maga. Tensjóncysta sem liggur utantil er einkum varhugaverð. Innilokað 54 læknaneminn

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.