Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 41

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 41
kollaterölu loftskipa sem hún annars hefði gert. Sé hins vegar bjúgur eða vökvi til staðar lokar hann raufunum og tekur fyrir kollaterölu loftskiptin og skýr atelektatisk þétting kemur fram. Hœgri efri lobus. Þegar um atelektasis á honum er að ræða er litla glufan okkar besti leiðarvísir jafnt á framan- sem hliðarmynd, en eftir því sem lobusinn fellur meira saman, færist hún hærra upp og lengra inn að efra miðmæli líkt og þegar blævængur er lagður saman og er snúningspunkturinn þá inn við hilus; glufan er gjarnan íhvolf upp vegna meðfylgj- andi ofþans á lob. med. og hægri hilus stendur gjarn- an aðeins hærra. Ef stíflan er búin að standa mjög lengi getur lobusinn dregist saman inn og niður á við að hilus og legið þar sem ávöl þétting eða þúsl, nið fram undir bringubein á hliðarmyndinni að sjá og þannig líkst miðmætisæxli. Medialt rennur skugg- inn saman við miðmætisskuggann, vena cava sup- erior greinir sig ekki frá honum eða illa og barkinn hefur færst yfir til hægri. Engin breyting verður á legu þindar né rifja. Æðateikningin breytist gjarn- an, æðarnar færast meira saman í hinum atele'ktatiska lobus, en verða gisnari í hinum ofþöndu mið- og neðri lobusum. Vinstri efri lobus. Hér kemur atelektasis fram með allt öðrum hætti vegna þess að vinstri efri lobus er miklu stærri en hægri efri lobus og svarar í raun til hans ásamt miðlobus, þar sm láréttu glufuna vantar, en í þeim fáu tilvikum þar sem hún er til staðar er lobaskiptingin líka eins. Vinstri aðalbronkus greinist í 2 lobera bronka, annan til vi. lob. inf., hinn til vi. lob. sup. Loberi bronkusinn lil vi. lob. sup. greinist síðan aftur nær strax (er 1—1% cm langur) í tvo stofna, annan sem sveigir skarpt upp á við og greinist um efri hluta vi. lobus sup. sem svarar til hæ. lob. sup. (Kassey hefur nefnt hann „the truncated lobe“), hinn stofninn greinist um neðri hluta vi. lob. sup., en neðsti hluti hans teygir sig eins og tunga ofan í fremri hluta sin- us phrenico-costalis niður að þind og var nefndur lingula, en það nafn er nú notað yfir allan neðri hluta vi. lob. sup., sem svarar til lob. medius hæ. megin. Atelektasis í lob. sup. sin. kemur vanalega fram sem þunn slæða yfir efri hluta brjóstholsins frá hilus i áttina til armkrikans (sjá mynd 17), en mörk henn- ar eru aldrei skýr og hún verður þéttari eftir því sem nær dregur hilus, og getur, ef lingula er ekki sýkt, myndað þar ávala þéttingu sem líkst getur miðmætis- æxli, rétt eins og í sumum tilvikum við atelektasis í lob. sup. dext. og áður er minnst á. Á hliðarmynd kemur hin atelektatiska þétting fram sem mjó homo- gen ræma samhliða bringubeininu, og teygir sig frá apex ofan að þind, getur runnið þar saman við þind- arskuggann (o: lingula-broddurinn). Stóra glufan myndar afturskilin, færist fram og þéttingin sést jafn- an liggja fyrir framan hilus. Eftir því sem samfallið vex, dregst lobusinn inn að hilus og lengra frá brjóst- vegg. Getur þá hinn ofþandi neðri lobus fyllt út meg- inhluta vi. brjósthelmings, þrengt sér yfir í frammið- mæti (stundum hæ. lungað), jafnvel fram hjá aorta, sem sést þá skýrt, annars eru rendur hennar máðar. Þess má og geta að við sjáum vanalega æðaskugga skína í gegnum hinn þunna atelektatiska skugga og lilheyra þeir ætíð neðri lobus. Lingulan. Þegar um er að ræða atelektasis á lin- gula einni saman, hvort heldur er öðru eða báð- um segmentum hennar, getur skugginn verið svo daufur að mjög erfitt er að koma auga á hann á framanmynd, en á hliðarmynd gengur hann á ská niður yfir hjartaskuggann sem mjór þvengur niður undir þind við eða nær alveg við bringubeinsræturn- ar. Afturbrún hans myndar eða kemur fram sem skörp íbjúg rönd fram á við og markast af stóru- glufunni, en liggur miklu framar en svarar til hinnar vanalegu legu hennar gagnstætt því sem er við kon- solidasjón eða ef um interlobert vökvasafn er að ræða, sem er frekar sjaldgæft, en þá bungar bæði afturbrún glufunnar aftur á við og liggur líka aftar. Raunar er atelektasis í lingula mjög áþekk atelektasis í efri lobus í heild, hún tekur aðeins minna svæði, nær ekki eins hátt upp og ákugginn er daufari. Miðlobus. Hann er tiltölulega lítill og atelektasis í honum veldur oft daufum skugga, jafnvel vart sýnilegum á framanmynd, en hæ. hjartaröndin er oft að nokkru máð út og getur verið á stundum eina merkið sem við höfum um atelektasis þar; lárétta glufan færist venjulega niður, liggur oft einu rifja- bili neðar en vant er, þannig í hæð við 7. rif í stað 6. út við siðu og skugginn er jafnan þríhliða, topp- urinn snýr út, grunnhliðin inn og fylgir hjartarönd- inni, sem er ýmist óskýr eða máð; þétting á neðri Læknaneminn 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.