Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 32

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 32
Endurlífgun Ásgeir Haraldsson læknanemi, Ólafur Z. Ólafsson læknir Bnngangur Markmið þessarar greinar er að gera læknanemum grein fyrir endurlífgun á einfaldan máta. Er þess freistað að þeir temji sér fagleg og ákveðin vinnu- brögð utan sjúkrahúsa sem innan. Endurlífgun má skilgreina: Að endurvekja öndun ásamt starfi hjarta og blóðrásar, sem hefur nýstöðvast. Hjartastopp er skiigreint sem púlsleysi og/eða ekkert hjartaútfall og þar með ekkert blóðílæði til vefja. Hjartastoppi fylg- ir alltaf truflun á eðlilegum rafhrifum hjarla. Um 20 ár eru síðan byrjað var almennt að beita blástursaðferð og ytra hjartahnoði. Hefur endur- lífgun þróast i markvissar aðgerðir, sem í einföld- ustu mynd á að vera flestum mögulegt að fram- kvæma. Sérhæfðari meðferð er aðeins á færi þeirra, sem til þess hafa fengið þjálfun. Flest tilfelli hjarta- stopps og skyndidauða eiga sér stað utan sjúkrahúsa eða á leið til sjúkrahúsa. Ætlunin er hér að ræða um nokkur grundvallar- atriði greiningar og fyrstu meðferðar. Er hér yfir- Ieitt miðað við fullorðna nema annað sé tekið fram. Um framhaldsmeðferð, svo sem við losti, hjart- sláttaróreglu, lungnahjúg, meðferð í öndunarvél og aðgerðir til frekari heilaverndunar verður ekki fjall- að hér. Orsaleir Fjölmargar ástæður geta leitt til öndunar- og hjartastopps. Stundum eru orsakir óljósar þegar end- urlífgun hefst. Oftast er þó líkt að verki staðið, þrátt fyrir mismunandi orsakir. Hjartasjúkdómar: Kransæðasjúkdómar, án eða með hjartadrepi eru algengasta orsökin hjá fullorðn- um. I yfir 80% hjartadrepstilfella er hjartsláttar- óregla sem getur leitt til hjartastopps. Heilaœðasjúkdómar: Blæðing eða heilarek. Lungnasjúkdómar: Alvarlegri stig asthma, lungna- þembu, berkjubólgu, lungnabólgu og loftbrjósts. Stíjlaðir loftvegir: Aðskotahlutir, svo sem fæða hjá fullorðnum, oft samhliða víndrykkju. Slys: Alvarlegir áverkar á höfuð, háls, brjóst og kvið. Skyndiblœðing: Mikil blæðing, oftast innvortis og við slys. Ofkœling: Alltaf þegar hiti fer niður fyrir 30°, er hætta á of hægum hjartslætti og síðan fibrillatio ventriculorum. Drukknun: Þeir sem falla í mjög kalt vatn/sjó, kólna innan nokkurra minútna niður fyrir 30°, sem leiðir fljótt til hjartsláttaróreglu. Reykeitrun: CO, C02 og ýmsar lofttegundir. Lyfjaeitrun: Oft svefnlyf og geðlyf, samhliða öðr- um tiltækum lyfjum. Skyndidauði ungbarna: Orsakir óþekktar. iirvining Ondunar- og hjartastopp verður að greina strax og meðferð að hefjast samstundis, ef árangur á að nást. Fimm atriði liggja til grundvallar greiningu. Við bestu aðstæður bætist síðan við hjartarafsjá og/eða hjartarafritun. Greining á ekki að taka lengri tíma en 10—15 sek- úndur, án allra tækja: 1. Meðvitund. 2. Öndun. 3. Púls. 4. Húð. 5. Ljósop. Meðvitund: Við hjartastopp hverfur meðvitund samsLundis. Meðvitundarleysi þarf þó ekki að þvða öndunar- eða hjartastopp. Öndun: Hlustað er eftir öndun með því að leggja 30 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.