Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 71

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 71
ar fær greinarhöfundur æfingu í að viða að sér fræðilegu efni og koma því frá sér á skipulegan hátt. Hins vegar er útkoman yfirleitt greinar, sem eru áhug-averðar og mjög aðgengilegar fyrir hinn al- menna læknanema. Við skorum á læknanema að gera einhverju fræðilegu efni skil á síðum hlaðsins og ekki eru greinar af léttara taginu síður velkomn- ar. Einnig er ritstjórnin opin fyrir hvers kyns hug- myndum um efnisval, því þetta er nú einu sinni blað okkar allra, en ekki einungis þeirra fáu sem að út- gáfunni standa. Læknaneminn hefur komið út í hartnær fjörutíu ár og er að áliti þeirra, sem best þekkja til, vandað- asta tímarit sinnar tegundar á Norðurlöndum og þó víðar væri leitað. Hefur útgáfan oft barist í bökk- um, en aldrei hefur þótt ástæða til að leggja blaðið niður. Sem stendur á blaðið í tímabundnum örðug- leikum, sem minnst var á í upphafi, en allt bendir til þess að ráðin verði bót á þeim á næstu mánuðum. Að fenginni reynslu vonumst við til að eftirkomend- um okkar takist að koma blaðinu út reglulega og leggi ekki árar í bát þó móti blási. Að lokum viljum við þakka þeim læknanemum, sem lagt hafa til efni í blaðið og á annan hátt stuðl- að að útgáfu þess. F. h. ritstjórnar Læknanemans, Þórður Þórkelsson. Shifrsla stúdentashipttistjóra Stúdentaskiptin 1980 Að venju voru stúdentaskiptin stærsti þálturinn í starfi stúdentaskiptastjóra að þessu sinni. Að þessu sinni sóttu 17 íslenskir stúdentar um stúdentaskipti, allir af 3ja ári, Þegar til kom fóru þó ekki nema 9. 27 erlendir stúdentar á vegum IFMSA sóttu um að koma til Islands, en 17 manns komu þegar allt kom til alls. Auk þessara sótti fjöldinn allur af lækna- nemum frá löndum sem eiga ekki aðild að IFMSA og þá einkum frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Stúdentaskiptastj órar hafa tekið þá stefnu að greiða sem minnst fyrir slíku fólki, og koma nokkrar ástæð- ur þar til. Vil ég nefna hér tvær helstar: 1) í fyrsta lagi er það stefna IFMSA þessa dagana að sporna móti fyrirgreiðslum einstakra félagsmanna við lönd utan samtakanna, í von um að það verði til þess að fleiri lönd verði aðilar. Að gefnu tilefni langar mig að skýra þessa afstöðu svolítið nánar, þar eð margir stúdentar hafa komið að máli við mig varðandi þetta og sumir lýst óánægju sinni með að þeim skuli ekki boðið upp á að fara til Bandaríkj- anna eða Bretlands í stúdentaskipti. Við teljum þetta rétta stefnu, þar eð það er augljóst mál að jafn- viðamikil málefni og stúdentaskiptin eru verða aldrei leyst á viðunandi hátt fyrir alla aðila nema á félags- legum grundvelli. Það þarf ekki að tala um hversu mikið hagræði er að samtökum eins og IFMSA í þessum efnum. En þessu er þannig varið, eins og svo mörgu öðru hjá vinum vorum vestan hafs, að einkaframtakið er það eina sem völ er á. Ég fæ ekki séð hvernig stúdentaskipti gætu gengið fyrir sig á þann hátt. Þess má geta að þetta er ekki gert vegna þess að við höfum ekki áhuga á eða áform um að hafa samband við t. d. Bandaríkin, þvert á móti. Á ráðstefnum IFMSA um stúdentaskipti, sem haldn- ar eru tvisvar á ári, ræðum við þessi mál og skipum fulltrúa lil að vinna að formlegri tengslamyndun við þessi lönd. Með því móti viljum við samhæfa að- gerðir okkar í þessum efnum. Það hlýtur að vera öflugra en að hver vinni í sínu horni. Þannig eru nú starfandi fulltrúar sem vinna að tengslamyndun við Bandaríkin, Bretland og Suður-Ameríku t. d. Við bíðum í ofvæni eftir afrakstri af störfum þeirra sl. ár, sem væntanlega verður kynntur á næsta þingi sem haldið verður i Reykjavík í mars. Hins vegar skal hér viðurkennt að gerðar voru tvær undantekningar hvað þetta varðar sl. sumar, þar eð FL greiddi götu eins bresks og eins banda- rísks læknanema. Ástæðan fyrir því er sú að tveir læknar, annar á Landspítalanum og hinn á Borgar- spítalanum, báðu okkur sérstaklega og ítrekað um að útvega þessum stúdentum fæði og húsnæði, en þeir höfðu þá þegar lofað þeim vinnu. Við töldum það siðferðislega skyldu okkar að verða við þessum beiðnum, einfaldlega vegna þess hvað deildarlæknar á sjúkrahúsum horgarinnar og þar með taldir þess- ir tveir læknar, hafa ávallt reynst okkur vel í öllu er varðar stúdentaskipti. Engu að síður er þetta ekki í anda „stefnunnar“. 2) í öðru lagi yrði það FL gersamlega ómögulegt að taka við öllum þessum utangarðsmönnum sem LÆKNANEMINN 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.