Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 67
Námsnefnd 2. árs
Nefndin lagði ekki til neinar breytingar á skipu-
lagi ársins, miðað við óbreytt ástand á öðrum árum.
Helsti afrakstur af starfi nefndarinnar er að í ljós
kom (það sem lengi hefur verið vitað) að nær eng-
in samvinna hefur verið milli prófessora og kennara
í hinum einstöku kennslugreinum og var ákveðið að
gera bragarbót þar á fyrir næsta kennsluár, svo
námsefni komi í eðlilegri röð.
Einnig var nokkuð rætt um mismunandi gæði
kennslu í líffærafræði, en allar breytingar þar á
virðast stranda é miklum kennaraskorti í greininni.
Námsnefndinni virtist sem helsta lausnin væri að
einhverjum stöðum við ákveðnar deildir á kennslu-
sjúkrarúsum fylgdi kennsluskylda í líffærafræði.
ekki að neinum byltingarkenndum niðurstöðum.
gætu leitt margt gott af sér, þó ekki væri annað en
að kennarar og nemendur á hverju ári töluðu sam-
an.
Sigga Dóra.
Námsnefnd 3. árs
I nefndinni sátu sex menn, einn fulltrúi hverrar
greinar sem kennd er á árinu og þrír stúdentar.
Námið á 3. ári er í fremur föstum skorðum, eins
og þeir vita sem til þekkja, þannig að nefndin komst
ekki að neinum byltingarkenndum niðurstöðum.
Engu að síður voru rædd mörg atriði sem mættu
betur fara.
Almennt má segja að kennsluaðstaða á árinu er
heldur bágborin, samgangur milli forstöðumanna
greinanna og tengsl við greinar hinna áranna eru
ekki nægileg og þess vegna myndast göt sums staðar
í námsefni, en annað er tví- og jafnvel þríkennt.
Sem dæmi um endurtekningu má nefna kennslu í
vítamínum og hormónum. Prófessorar 3. árs kvarta
mikið undan því að þeir séu einangraðir frá síðasta
hluta námsins, það vanti algerlega tengsl grunn-
greina og kliniskra greina í deildinni.
Prófessorinn í lyfjafræði kvaðst tilbúinn til að
athuga möguleika á að flytja laugardagskennsluna
yfir á einhvern virkan dag. Eina leiðin til að koma
við hina óvinsælu janúarkennslu í lyfjafræði virðist
vera að flytja lyfjafræði MTK upp á 5. ár.
Áhugi er fyrir að auka vægi almennrar meina-
fræði á kostnað sérhæfðrar. Virðist þar sama uppi á
teningnum og verið hefur í lyfjafræðinni síðustu ár-
in. Kennsla í meinafræði smitsjúkdóma og blóðsjúk-
dóma hefur einhverra hluta vegna farið forgörðum
hin síðari ár og þarf að taka hana upp aftur. Það
þarf úrbætur í verklegri kennslu í meinafræði. Það
þarf að endurskoða vægi einstakra þátta meina-
fræðikennslu til prófs, en það kom í Ijós að kennar-
ar greinarinnar skipta prófinu jafnt á milli sín án
tillits til fyrirlestrafjölda hvers og eins en það verð-
ur að teljast vægast sagt óeðlilegt.
Prófessorinn í veiru-, sýkla- og ónæmisfræði er
óhress með hvað vægi greinarinnar er lítið, en hún
vegur aðeins % einkunn til kandidatsprófs. Telur
hún þetta ekki í samræmi við stærð og mikilvægi
greinarinnar. Auka þarf kennslu um sníkjudýr,
sveppi og sveppatoxin. Það þarf að tengja verklega
kennslu í sýklafræði betur fyrirlestrunum. Það vant-
ar tengsl milli kliniska hluta námsins og rannsókna-
stofnana VSÓ.
Sú hugmynd kom upp í nefndinni að flytja ónæm-
isfræði niður á 2. ár, þar sem hún væri í samhengi
við skyldar greinar svo sem frumufræði ónæmiskerf-
isins og lífefnafræði, og auka þannig svigrúm sýkla-
og veirufræði á 3. ári.
Þ. Á.
Námsnefnd 4. árs
1 nefndinni eiga sæti Bjarni Þjóðleifsson, Sigur-
geir Kjartansson, Margrét Oddsdóttir (5. ár) og Már
Kristjánsson (4. ár). Allir fundir nefndarinnar hafa
farið fram í fjarveru Sigurgeirs. Fyrstu fundir voru
haldnir um miðjan nóv. og hafa þeir orðið 5—10 alls.
Fyrst í stað beindust störf nefndarinnar að smáu
greinum 4. árs, þ. e. röntgen, svæfingu, faraldsfræði,
HNE, augnsjúkdómafræði og húð- og kynsjúkdóma-
fræði. Stúdentar lögðu fram skýrslu um framkvæmd
þessara kúrsa, bentu á vankanta og það sem betur
fór. Bjarni sendi forsvarsmönnum þessara greina
bréf og bað um þeirra álit á kúrsunum. Eina bréfið
sem við stúdentar sáum kom frá Ólafi Jónssyni
(svæfingu) og var þar m. a. að finna marklýsingu
er kennarar starfa eftir. Mörg atriði í marklýsingu
voru þau sem stúdentar töldu vanta í framkvæmd,
sérlega á Landspítalanum.
Aðalatvinna nefndarinnar var úttekt á stóru grein-
unum (med. og kir.). Stúdentar í nefndinni héldu
LÆKNANEMINN
65