Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 61
Mynd 26. V eggstætt œxli útgengiS jrá taugaslíSri (hæ. apex).
eru veikindin erfið. Agenesis á báðum lungum þekk-
ist, en þau börn deyja strax. Hypoplasi á lungum
kemur oftast samfara öðrum göllum og er erfitt að
greina; berkjugreiningin er ófullkomin í hluta af
lunganu, segmenti eða lobus og hætt er við endur-
teknum bronkítum, blettalungnabólgum og berkju-
víkkunum síðar í lífinu. Æðaanomalíur eru jafn-
framt oft til staðar, m. a. hið svokallaða scimitar
syndrom (scimitar merkir tyrkneskt bjúgsverð), en
þá er um anomalös venös rennsli að ræða, þar sem
lungnavenurnar h. megin opnast í vinstri v. cava-
inferior í hæð við þindina og boglaga æðaforma-
sjónir sjást með hægri hjartaröndinni, dextrocardia
og hypoplastisk hæ. art. pulm. og fleiri arteriugallar
sjást. Angiografiur gefa okkur hina endanlegu dia-
gnosu. Afbrigðileg lobatala á hvorn veginn sem er
gefur sjaldnast nein klinisk einkenni og hefur nær
eingöngu greiningarlaga þýðingu. Algengast er að
um aukalob sé að ræða, t. d. lobus venæ azygos, lobus
akksessorius inferior (lobus cardiacus) og lobus
akksessorius superior (lobus posterior), og hefur áð-
ur verið minnst á þá. Láréttu glufuna getur vantað
hærga megin, við höfum þá tvo lobi þar, og eins get-
um við haft meira eða minna fullkomna lárétta glufu
vinstra megin m. þ. a. 1. miðlobus í stað lingula.
Aukalungu eða s.k. „sequestreruð“ lungu eru tvenns
konar, intra- eða extralobulær eftir því hvort hið
vanskapaða lunga liggur innan eða utan hins norm-
ala lunga, og er það fyrra algengara. Extralobulært
sequestrerað lunga hefur sér pleurapoka og getur
legið ofan eða neðan þindar í brjóst- eða kviðar-
holi. Mismyndanir eru á misháu stigi, holumynd-
anir oft miklar og æðarnar koma vanalega frá aorta,
thoracalaorta, sjaldnar abdominal aorta, í stað þess
að koma frá pulmonalis; infeksjón í þeim er tíð, og
endurteknar lungnabólgur síðar í lífinu og ígerðar-
myndanir. Aukalungun eru miklu algengari vinstra
megin og gefa þéttan skugga neðst og aftan til, oft
með holum og vökvaborðum. Bronkografi og angio-
grafi gefa fullnaðar greiningu. Hlutar af lungunum
geta verið mismyndaðir með ýmsu rnóti og eru þar
efst á blaði berkjucystur, hamartoma og kongenit
cystisk adenomatoid malformasjón, þegar loft- og
vökvafylltar smá-cystur sjást í hluta af lunga eða um
allt lungað. Trúlega eru þær orsökin til margra kon-
genit cystiskra sjúkdóma í lungum (cystulungu, eig-
inlega hamartomatös malformasjónir).
Þórður Þorvarðarson, deildarstjóri eðlisfrœði- og
tæknideildar Landspítalans, fór yfir fyrri hluta þess-
arar greinar og Kolbeinn Kristófersson prófessor,
Landspítalanum, fór yfir síðari lilutann. Kann ég
þeim báðum bestu þakkir fyrir. - H. L.
HEIMILDIR:
1 Claessen, G.: Röntgendiagnostik, 1946.
2 Diinner, L.: Differentialdiagnostik der Lungenkrank-
heiten, 1958.
3 Ebel, Kl. D. & WilJdch, E.: Die Röntgenuntersuchung im
Kindesalter, 1979.
4 Felson, B.: Chest Roentgenology, fundamentals of 1964.
5 Hinshaw, H. C.: Diseases of the Chest, 1969.
6 Janker, R.: Riintgenaufnametecknik, 1976.
7 Meschan, 1.: Synopsis of Roentgen Signs, 1963.
8 The Radiologic Clinics of North America: APR/73, Vol.
XI No. 7. DEC/78, Vol. XVI No. 3.
9 Le Roux, B. T. & Dodds, T. C.: A Second Post folio of
Chest Radiographs, 1968.
10 Sante, L. R.: Manual of Roentgenological Technique,
1956.
11 Saupe, E.: Die Röntgenbildanalyse, 1956.
12 Scheller, S.: Röntgendiagnostik, 1974.
13 Schoen, H.: Medizinische Röntgentechnik, 1956.
14 Simon, G.: Principles of Chest X-Ray Diagnosis, 1962.
15 Teplic & Haskon: Roentgenologic Diagnosis, Vol. 7,
1971.
16 Teschendorf, W.: Lehrbuch der Röntgenologischen Dif-
ferentialdiagnostik, Bd. I, 1958.
LÆICNANEMINN
59