Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 35
TAFLA II
Fyrstu lyf sem gefin eru við endurlífgun
Súrefni
Na-bíkarbónat
Adrenalín
Lidokaín
mínútna fresti meðan bjartastopp er. Na-bikarbónat
er á markaði hér í tvennu formi:
1) Lykja með 50 ml, sem inniheldur 44,6 meq af
Na+ og jafnmikið af HC03_.
2) fnnrennslislausn 500 ml í flösku, sem inniheld-
ur 83,5 meq af Na+ og jafnmikið af HC03_.
Adrenalín: Aðeins er gefið við asystólu eða „fín-
gerða“ fibrillatio ventriculorum. Það ertir hjarta og
er reynt að uppvekja grófgerða fibrillatio ventri-
cuiorum. Síðan er gefið hjartarafstuð. Er oftast gef-
ið í bláæð 0,5-1,0 mg í senn. Má gefa óblandað eða
blandað vatni eða saltvatni upp í 5 eða 10 ml. Er
gefið í endurteknum skömmtum á 5 mínútna fresti
eins og þarf. Adrenalín má einnig gefa í barkarennu
ef illa gengur að komast í bláæð. Er þá 1 mg bland-
að í 5-10 ml af saltvatni eða vatni. Þriðja leiðin er
að gefa adrenalín í hjartahólf (intra-cardialt). Er
það neyðarúrræði og eina lyfið sem þannig er gefið.
Adrenalín er hér á markaði í lykju með 1 mg/1 ml.
Lídóhaín: Hefur verið algengasta lyfið við hjart-
sláttaróreglu sem uppruna á í slegli (aukaslög, tachy-
cardia, flutter, fibrillatio). Það minnkar sjálfvirkni
í bjarta nema í sinus hnút og hindrar „reentry“.
Heldur lyfið þannig niðri hjartsláttaróreglu frá
slegli. Byrjunarskammtur er um 1,5 mg/kg, gefið í
bláæð. Síðan lídókaíndreypi 1—4 mg/mín. Oft þarf
í upp-hafi að gefa 2—3 skammta. Eftir fyrsta skammt
eru næstu skammtar minnkaðir um helming og jafn-
framt haldið áfram með dreypið. Stefnt er að því að
halda þéttni lyfsins í plasma 1,4—5,0 mikróg./ml.
1 akist ekki strax að komast í bláæð má gefa fyrstu
skammta í barkarennu. Lídókaín er hér á markaði í
hettuglösum og sem dreypilausn:
1) Hettuglös með 20 ml: 1% lausn með 10 mg/ml
og 2% lausn með 20 mg/ml.
2) Dreypilausn: 1 g af lidókaín í 500 ml af 5%
glucosa.
Varast ber að nota lídókaín með adrenalíni, sem
ætlað er til deyfinga.
Áðurnefnd þrjú lyf er best að hafa tilbúin í
sprautum og eru þau þannig á markaði víða erlendis.
Er æskilegt að þau verði bráðlega almennt til í því
formi hérlendis.
Önnur lyf sem nefna má eru:
1) Þvagræsilyf (fúrósemíð eða etakrínsýra) til
að tæma út vökva og auka þvagútskilnað.
2) Atropin, ef sinus bradycardia er jafnhliða lág-
um bfóðþrýstingi.
3) Kalsíum, til að auka slagkraft slegils.
4) Prókainamíð eða bretylíum ef lídókaín dugar
ekki.
5) Própranólól, til að hægja á hröðum hjartslætti.
6) Dópamín, metaramín eða efedrín til að auka
slagkraft og hækka blóðþrýsting.
7) fsoprenalín við 3° A-V „block“. Einnig má
leggja inn gangráð.
8) Sterar, aðallega til heilaverndunar.
Hjartarafrit
Er nauðsynlegt til nákvæmari greiningar á hjarta-
starfi, en á því byggist meðferð að verulegu leyti.
Hjartarafstuð
Rafstuð má nota til að breyta vissum hj artsláttar-
óreglum í sinus takt. Það þurrkar út þau rafhrif sem
fyrir eru í hjarta og þess þá freistað að sinus hnútur
taki við stjórn rafboða. Hann er sá gangráður sem
fyrstur tekur við sér. Við endurlífgun er oftast um
að ræða að breyta fibrillatio ventriculorum í sinus
takt. Við asystólu eru engin eða það lítil rafhrif til
staðar að hjarta svarar ekki rafstuði. Er þá gefið
adrenalín til að erta upp rafhrif (fibrillatio ventri-
culorum) og síðan gefið rafstuð.
Þegar rafstuð er gefið (defibrillatio) er annað
skautið staðsett hægra megin við ofanvert bringu-
bein en hitt hliðlægt við vinstri geirvörtu. Rafstuðari
(defibrillator) er stilltur frá 100-400 joule fyrir full-
orðna við endurlífgun. Þegar stutt er liðið frá hjarta-
stoppi duga lægri stillingar en annars er ráðlegt að
fara strax í 300-400 joule. Fyrir börn er ráðlagt að
gefa fyrst um 2 joule/kg, en síðan tvöfalda.
Högg yfir neðri hluta bringubeins líkist veiku raf-
33
læknaneminn