Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 29

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 29
Anorexia nervosa Vilhelmína Haraldsdóttir læknanemi Grein þessi er byggð á verkefni, sem höfundur gerði á námskeiði í geðlœknisfrœði vorið 1981. Anorexia nervosa er ástand, sem einkennist af því, að viðkomandi hættir að borða, þyngdin hrapar nið- ur og blæðingar hætta. Hægðatregða, aukinn hár- vöxtur, blámi á útlimum, hyperaktivitet, bradycardia °g hypotension gera einnig oft vart við sig. aynosa Feighner hefur sett fram eftirfarandi atriði sem grundvöll fyrir greiningu á anorexia nervosa: A) Aldur undir 25 ára. B) Lystartap með þyngdartapi á 25% eða meira af líkamsþunga. C) Brengluð afstaða gagnvart mat, áti og þyngd, vinnur gegn hungrinu og skynseminni. Viðkom- andi fer því að neita sér um mat og verður á- nægður þegar hann grennist. Löngun til að verða grönn/grannur og óvenjuleg meðhöndlun á mat. D) Enginn annar læknisfræðilegur sjúkdómur til staðar sem getur valdið lystarleysi og þyngdar- tapi. E) Yfirleitt enginn annar geðsjúkdómur til staðar. F) A. m. k. tvö af eftirtöldum ariðum þurfa að vera til staðar: 1) Bulimia = aukin græðgi í mat. 2) Lanugo = aukinn hárvöxtur á líkama. 3) Amenorrhea = blæðingar hætta. 4) Hyperaktivitet = ofvirkni. 5) Bradycardia undir 60/mín. 6) Uppköst. Stundum eru svonefnd „breytt Feigner krítería“ notuð til sjúkdómsgreiningar. Þau eru eins nema hvað í síðasta liðnum er nú krafist fjögra atriða af átta: 1) Hyperaktivitet. 2) Sjálfsköpuð uppköst eða notkun hægðalyfja. 3) Brengluð mynd af eigin líkama. 4) Saga um að hafa verið of feit(ur). 5) Amenorrhea. 6) Brengluð líkamsskynjun, svo sem að skynja ekki þreytu og hungur. 7) Hugurinn bundinn við mat svo sem mikil elda- mennska, kaloríureikningar, og inn á milli mikil matgræðgi. 8) Ótti við offitu. Það er svo annað mál, að myndin, sem blasir við þegar komið er með sjúklinginn til læknis, er oft all- frábrugðin jtví sem halda mætti af ofannefndum atr- iðum. Viðkomandi er oftast hress og finnst ekkert vera að sér. Oft reyna þeir að fela einkenni sín, t. d. þurfa uppköst, ofvirkni og brengluð afstaða til eigin líkama ekki að koma fram strax. Það sama er að segja urn hræðslu við að fitna aftur. Einnig virðist fjölskyldan oft afneita vandamálinu þar til í óefni er komið. Tíðni Crisp segir í grein sinni um anorexia nervosa frá 1969, að þetta sé sjaldgæft ástand. Hins vegar segir hinn sami Crisp í grein frá 1979, að anorexia ner- vosa sé ná algengt ástand og að skýrslur 'hafi leitt í ljós aukningu á nýgengi á síðustu tveimur áratugum. Hann segir, að skýrslur frá skólaheilsugæslu í Bret- landi hafi sýnl algengi á slæmum tilfellum 1/100 stúlkna í einkaskólum og 1/250 í opinberum skólum. Þennan mismun segir hann skýrast af því, að þetta ástand sé algengast í millistéttum. Crisp segir einnig, að það séu án efa til mörg vægari tilfelli, sum hafi verið þannig lengi, en önnur eigi eftir að þróast yfir í það að verða verri. Öllum ber saman um að þetta ástand sé mun al- gengara hjá stúlkum en piltum. Crisp segir hlutfallið vera 10-20/1 og við athugun á 1781 tilfelli, sem greint var á Mayo Clinic á árunum 1944-75, kom í ljós, að 91% voru konur og 9% karlar. læknaneminn 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.