Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 69
þessu takmarki skal látið liggja á milli hluta. ViS
höfum séð um sölu félagsskírteina og munum standa
fyrir fundi þar sem árið velur fulltrúa í framboö
fyrir aðalfund FL.
Gerður Tlioroddsen.
SKÝRSLA FRÆÐSLUNEFNDAR
Nefndina skipuðu Jón Steinar Jónsson formaður,
Þórður Herbert Eiríksson og Kjartan Orvar.
Nefndin hélt nokkra fundi, sem enginn lagði sig
niður við að hafa tölu á. Voru flestir fundirnir
haldnir yfir tebollum í Norræria húsinu.
Verkefni fræðslunefndar á starfsárinu voru tví-
þætt:
1. Standa fyrir frœðslufundum fyrir félaga FL.
Haldnir voru 4 fundir, 3 á haustdögum og 1 á vor-
önn. Stúdentar sýndu fundunum mikinn áhuga og
reyndist meðalmæting vera 85-90 manns á fundi.
Námstœkni í lœknadeild. 1. fræöslufundur 7. okt.
’80. Fimm læknanemar á 2., 3. og 4. ári, þeir Melvin
Mclnnes, Oskar Einarsson, Helgi Oskarsson, Kjart-
an Orvar og Vilmundur Guðnason, voru frummæl-
endur og lýstu sínum skoðunum og sinni reynslu af
notadrjúgum aðferðum í námstækni. Fundurinn var
eingöngu auglýstur hjá 1. og 2. árs nemum. Fundar-
sókn var góð, rúmlega 100 manns, sem fylltu hátíð-
arsal Lögbergs.
Carcinogenesis — Hvernig myndast krabhamein?
2. fræðslufundur 20. nóv. ’80. Valgarður Egilsson
læknir fjallaði í víðu samhengi um þessa stóru spurn-
ingu læknisfræði samtímans. A fundinn mættu tæp-
lega 100 stúdentar úr öllum árgöngum.
Meðferð kynferðislegra vandamála. 3. fræðslu-
fundur 4. des. ’80. Högni Oskarsson geðlæknir og
kennslustjóri læknadeildar var maöur kvöldsins og
flutti líflegt erindi um ýmis vandamál sexologiunnar
og lækningaaðferðir. Fundinn sóttu u. þ. b. 100
stúdentar og voru bornar fram margar spurningar
og umræður urðu fjörugar.
Spasmi í kransœðutn. 4. fræðslufundur 19. febr.
1981. Þórður Harðarson hjartasérfræðingur flutti
fundarmönnum mjög fróðlegt og greinargott erindi.
Var það gott innlegg í alla umræðu um tilurö angina
pect. og infarkts. Á fundinn mættu 40-50 3., 4. og 6.
árs nemar.
II. Olafs þáttur landlœknis
1. HASS. - Á vordögum 1980 barst stjórn FL
beiðni frá landlækni um að taka þátt í viöræðum við
embættið, vegna hugmyndar landlæknis varðandi
fræðslu til almennings um skaðsemi hass og skyldra
efna. Stjórn FL fól fræöslunefnd að verða við þess-
ari beiðni landlæknis fyrir sína hönd. Voru haldnir
nokkrir fundir. Niðurstaða þeirra varð sú að ekki
væru nægjanlega góðar ábendingar (indikasjónir)
fyrir aðgerðum. Auk þess sem horfur (prognosa)
eftir tilraunir til fræðslu um skaðsemi hass virtust
geta brugðið til beggja vona (sbr. tilvitnun í fræðslu-
herferð í sænskum skóla, sem sýndi margfalda aukn-
ingu á hassreykingafitli eftir herferðina).
2. KYN. . . — En við vorum komnir inn á gafl hjá
landlækni. Tíðni skráðra tilfella af lekanda á íslandi
hefur farið hratt vaxandi undanfarin 5-6 ár. Er það
öfugt við gang mála á Norðurlöndum hvar tíðnin
hefur snarminnkað á sama tíma. Þar hafa verið í
gangi hreyfingar eða herferðir til að vekja athygli
fólks og fræða það um lekanda. Hafði landlæknir
áhuga á að spyrna við fótum hér á landi í einhverri
mynd.
Á haustdögum upphófst önnur fundahrota og voru
málin rædd fram og aftur. Virtist ekkert ætla að
verða úr framkvæmdum. Lagðist svo málið í dvala.
En í einu vetfangi leystist úr læðingi blaðamanna-
fundur með félagslæknum, sýklafræðingum, kyn-
sjúkdómafræðingum og Jæknanemum. Boðaði land-
læknir upplýsinga- og fræösluhreyfingu meðal al-
mennings og skólanna. Skipti engum togum að Fé-
lag læknanema spratt feitletrað upp á forsíðu mál-
gagns menntamálaráðherra. Hlutur læknanema í um-
ræddri hreyfingu er sá aö fara út á meðal skólanema
og upplýsa þá um kynsjúkdóma.
Er nú í gangi vinnuhópur stúdenta, hinir s. k.
lekandabanar, sem eru þessa dagana að undirbúa
program til að nota í skólum. Hugmyndin er að í
framtíðinni verði það árviss atburður að læknanem-
ar fari í skóla landsins (,,vísiteri“) og fræði ung-
dóm hvers tíma um kynsjúkdóma, eðli þeirra og
skaðsemi svo og um hugsanlegar varnir gegn þeim.
læknaneminn
67