Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 21
blóðræktanír og helstu rontgenrannsóknir. Einnig er
nauösynlegt að gert hafi verið berklapróf á öllum
pessum sjúklingum. Áframhaldandi rannsóknir fara
svo eftir því hvaða sjúkdómur liggur undir grun.
Vmislegt í blóðmyndinni gæti gefið okkur vísbend-
ingar svo sem:
Fækkun hvítra blóðkorna — gæti bent til dreifðra
berkla, brucellosis, lymfoma, taugaveiki og LED.
Monocytosis — gæti bent til berkla, Hodgkin’s
sjúkd., endocarditis eða regional enteritis.
Lymfocytosis - gæti bent til berkla, mononucleosis
infectiosa, lymfoma, LED eða cytomegalovirus
sýkingar.
Hækkað sckk gæti bent til arteritis temporalis,
Still’s sjúkd., eða lymfoma. Eðlilegt sökk er
nok'kuð sterkur þáttur til útilokunar þessara
sjúkdóma, sérstaklega arteritis temporalis.
Frekari rannsóknir eru t. d.:
1. Ymsar röntgenrannsóknir. Utskilnaðarmyndir
af nýrum og gallvegum. Kontrast myndir af
meltingarfærum. Tölvuvædd sneiðmyndataka
(CAT skannj er mikilvæg við rannsóknir á kvið
og retroperitoneum.
2. Isotóparannsóknir. !,!,Tc lifrarskann sýnir fyll-
ingareyður í lifur vegna ígerða, æxla eða mein-
varpa séu þær yfir 1 cm í þvermál. Það er einn-
ig notað til að greina sjúkdóma í beinum. -
li7Ga hefur reynst gagnlegt til að finna ígerðir í
kviðarholi.
3. Ymsar serumælingar, t. d. lifrarensím, gigtar-
próf, Na, K, Ca, antinuculear factor o. fl. Alkal-
ískur fosfatasi hækkar við lifrarsjúkdóma, æxli
í nýrum, Hodgkin’s sjúkdóm, Still’s sjúkdóm,
arteritis temporatlis, thyroiditis o. fl.
4. Prófskurður (biopsia) úr lifur, eitlum, bein-
merg, arteria temp. o. fl. Prófskurður úr lifur
getur verið mjög gagnlegur þar sem grunur er
um illkynja æxli eða meinvörp, berkla, sarcoi-
dosis, granulomatous hepatitis o. fl.
5. Mótefnamælingar, t. d. gegn cytomegalovirus,
toxoplasma, pscittacosis, mononucleosis infecti-
osa, brucellosis, coxsackie virus o. fl. Mikilvægt
er að taka tvö serum sýni, eitt í upphafi sjúk-
dóms og geyma það í frysti, annað 2-3 vikum
seinna, til þess að mælingin sé marktæk.
6. Kviðspeglun (laparoskopia).
7. Skurðaðgerð (explorativ laparotomy). Þetta er
notað stundum þegar allt annað þrýtur og sýnl
þykir að það muni bera árangur. Samkvæmt
rannsóknum deyja 15-20% sjúklinga með LIOU
sem gangast undir slíkar aðgerðir en greining
fæst í allt að 80% tilfella. Sennilega hefur
árangur batnað og færri dáið með tilkomu rann-
sókna eins og CT skanns og (i7Ga skanns, því
með þeim er hægt að velja fólk til aðgerðar.
I nokkrum hluta sjúklinga finnst engin skýring á
hitanum. Margir ná sér aftur og hverfa því út úr
myndinni. Áframhaldandi hiti, þyngdartap og al-
menn hnignun í ástandi sjúklings kallar á frekari að-
gerðir.
Meðferð sjúklinga með enga finnanlega eða stað-
festa orsök er þrenns konar í meginatriðum:
1. Ef sjúklingur virðist hress og sýnir ekki hnign-
unarmerki má senda hann heim en fylgjast vel
með honum fyrst um sinn.
2. Skurðaðgerð til að finna hvað veldur (explora-
tiv laparotomy).
3. „Blind lyfjameðferð“ (therapeutic trial). Þessi
aðferð þykir ekki réttlætanleg nema sterkur
grunur sé um ákveðinn sjúkdóm eða ástand
sjúklings svo slæmt að réttlætanlegt sé að reyna
lyfjameðferð. Hér er helst að nefna stera við
temporal arteritis. Sé sjúklingurinn með þenn-
an sjúkdóm fást ótvíræð viðbrögð, hitinn lækk-
ar á 2-3 dögum og sökkið verður eðlilegt á
tveim vikum. Salicylöt má reyna ef grunur er
um Still’s sjúkdóm, heparin við embolia pulm
og sýklalyf við berkla og endocarditis.
Loteaorð
Hér á undan hefur verið fjallað um almenna líf-
eðlisfræði líkamshitans og reynt að gera grein fyrir
helstu orsökum langvarandi hitalækkunar. Þar sem
efni þetta er mjög yfirgripsmikið hefur ekki reynst
unnt að gera sérhverri orsök tæmandi skil, enda ein-
Framh. á hls. 26.
læknaneminn
19