Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 43
þéttan og jafnan skugga, en ýmis önnur atriði koma
þá okkur að liði, þannig teygir skugginn við vökva-
samsafn sig gjarnan upp með síðunni og fylgir ekki
hinni anatomisku útbreiðslu eða greiningu berkj-
anna, eins og konsolidasjónin gerir og með mynda-
tökum með láréttri geislastefnu má sýna fram á frí-
an vökva.
Þétt ífarandi æxli, einkum ef þau Hggja utarlega,
getur verið nær alveg ógerlegt að þekkja frá venju-
legri konsolidasjón. Ef við sjáum anga teygja sig út
frá jöðrunum getur það hjálpað okkur, bendir til
granuloms. Til sneiðmyndatöku getur þurtf að grípa
eða stungusýna og eitt ber jafnan að hafa í huga og
það er tíinaþátturinn, gangur og framvinda sjúk-
dómsins og eldri myndir, séu þær til, skyldi alltaf
fá og gera samanburð við þær. Orsakir þær sem
geta legið til grundvallar konsoiidasjón geta verið
margvíslegar: bólgur, blæðing, æxli.
Við bólgur er konsolidasjónin sjaldnast alveg
hrein, nema helst við pneumokokka-lungnabólgur,
íferð í millivefnum fylgir í einhverjum mæli með
bólguvökvanum í alveoli, sem er höfuðatriðið, þ. e.
a. s. við allar bráðar lungnabólgur, sem hafa fyrst og
fremst aðsetur í lungunum, er konsolidasjónin hið
ríkjandi einkenni, en þegar lungnabólga er aðeins
liður í almennum bráðum sjúkdómi, eins og flestar
veiru-sýkingar eru, þá eru ífarandi breytingar í lung-
unum ríkjandi.
Konsolidasjón er hin ríkjandi mynd við taksótt
íog lobuler eða segmental lungnabólgu), berkla,
lungnaígerð og graftrar blettalungnabólgu og ef sýk-
ing fylgir stíflu í berkjum. Þétting vegna blæðingar
í lungum, eða hemorrhagisk konsolidasjón, getur
stafað af áverka á brjóst, eitruðum lofttegundum,
blæðisjúkdómum (aplastisk anemi, hæmosiderosis,
Goodpasture’s syndrom o. fl.) og sést líka á byrjun-
arstigum taksóttar við flutning á rauðu blóðkornun-
um yfir í alveoli og við influenzulungnabólgu.
Æxli geta valdið konsolidasjón í lungum í ýmissi
mynd jafnvel á heilum lobus, svo að það líkist tak-
sótt, t. d. „alveolar cell carcinoma“ og meinvörp geta
líka valdið stærri þéttingum, t. d. frá brisi, þótt mein-
in séu hins vegar oftar mörg, minni og áþekkari seg-
mental blettalungnabólgu.
Hefðbundna dæmið um konsoldiasjón er taksótt,
þar sem bólguvökvi hellist skyndilega út í alveoli og
Mynd 4. Konsolidasion í lobus med. í afturbata, holur sýn-
ast í hinu þéttaSa svæSi.
sýkingin breiðist frá einni alveolunni til annarrar og
milli berkjugreina en alveoluveggirnir haldast heilir
og að lokum er stór eða lilill hluti af lunganu sjúk-
ur: Segment, eitt eða fleiri, heill lobus, heilt lunga.
Þegar um heilan lobus er að ræða svarar skugg-
inn eða þéttingin til hinnar anatomisku legu og
stærðar hans og glufur mynda glögg skil, koma fram
sem bein rönd og engin tilfærsla er á hjarta eða
barka, þindin hefur óbreytta legu, en hreyfingar
hennar eru takmarkaðar. Þegar konsolidasj ónin
gengur til baka þynnist og grisjast skugginn, sumir
hlutar ná sér fyrr en aðrir og loftfyllast meðan aðrir
eru ennþá þéttir, skugginn getur þá verið allmisþétt-
ur og jafnvel holur sýnast koma fram (sjá mynd 4).
Það er miklu algengara að hluti af lobus þéttist held-
ur en allur lobusinn og mörkin gagnvart hinum
hluta hans, þar sem lungnavefurinn er áfram loft-
fylltur eru þá óskýr, sérstaklega eru efri mörk skugg-
ans oft óskýr. Við konsolidasjón í hæ. efri lobus
(sjá mynd 5) fylgja neðri mörk skuggans láréttu
glufunni. Á framanmyndinni koma þau fram sem
bein rönd eða lina frá hilus út að 6. rifi í síðu og allt
svæðið þar fyrir ofan er skyggt, þ. e. a. s. ef allur
lobusinn er sýktur, en það er ekki algengt; á hliðar-
myndinni eru afturmörkin skörp, fylgja stóru gluf-
unni að aftan og ofan, fram og niður á við í áttina
að neðri enda barkans, en beygja þar síðan nokkuð
læknaneminn
41