Læknaneminn - 01.09.1981, Page 60

Læknaneminn - 01.09.1981, Page 60
Mynd 24. Mastectomía dxt. vegna ca. fyrir mörgum árum. Gervibrjóst. Hnútur í vi. lunga, sést betur á sneiðmynd. fyrir neðan og ofan þá getur það líkst holu í lung- um og doppóttar kalkanir í geislungum, hnútum, og fleira væri hægt að tína til, t. d. geta góðkynja æxli eins og osteoblastóm, osteochondrom og fibrös dys- plasi og illkynja æxli eins og Ewing’s sarkom og chondrosarkom valdið greiningarerfiðleikum, síður æxli frá sternum. Þau eru tíðast metastatisk. Veruleg innbungun þess, þ. e. a. s. pectus excavatus (sjá mynd 25), getur valdið illa afmarkaðri þéttingu para- cardialt hægra megin (mjúkpartar og æðar), er lík- ist helst atelektasis þar eða íferð. Neurofibrom og ganglio- neurinom sitja oftast inn við hrygg og valda skuggum í afturmiömæti en neurinom frá millirifja- taug getur þó setið í nokkurri fjarlægð frá honum og gefið þéttan skugga meira lateralt í lungnafeltinu (sjá mynd 26). Pleuratúmorar, þ. e. a. s. primerir pleuratumorar eru sjaldgæfir. Lýst er bæði benign og malign loka- liseruðu mesoteliomi og dreifðu malign mesoteliomi þar sem vökvasafnið í pleuraholi ræður myndinni. Pleuran sjálf er eftirsóttur staður meinvarpa frá ill- kynja æxlum í berkjum og brjóstum. MEÐFÆDDIR GALLAR EDA VANSKAPANIR Þeir hafa fyrst og fremst diagnostiska þýðingu, aðallega gagnvart hvers kyns atelektasis og þétt- 58 ingum í lungum. Annaö lungað getur vantað alveg, það er agenesis, en séu einhverjar rytjur til staðar er talað um aplasi. Þetta er ákaflega sjaldgæft, og þarf ekki að gefa nein klinisk einkenni. Sum tilfelli uppgötvast af hreinni tilviljun eða fyrst á fullorðins aldri. Lungað sem heilt er er hyperinflaterað kom- pensatoriskt og hernierað, en hjarta og stóru æðarn- ar ásamt öðrum hlutum í miðmæti eru tilfærð og liggja í hinum brjósthelmingnum. Sýkist slík lungu Mynd 25. Pecten excavatus. Apparent þétting paracardialt hœ. megin. LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.