Læknaneminn - 01.09.1981, Side 23

Læknaneminn - 01.09.1981, Side 23
idiopatisk. Óstöðugur hryggjarliður kallast það þeg- ar skrið verður milli tveggja liða. Oftast milli þriðja og fjórða eða fjórða og fimmta lumbal-liða. Skriðið verður venjulega fram á við, við flexion. 2. Meðfœddar missmíðar. Lítilvægar meðfæddar missmíðar á hryggjarliðunum eru það algengar að nánast er hægt að líta á þær sem eðlilegan mismun manna á milli. Finnast í helmingi mannfólks. Hér er helst að nefna: 9 As-ymmetri á processi articulares superiores og inferiores á lumbal-svœði, svonefndur Facet tropism. Hal.i liðflatanna í þessum liðum er mismunandi eftir síaðsetningu á hryggnum. A cervical-svæðinu eru líðfletirnir í svo til láréttu plani, með þó örlitlum posteroinferior halla. A thorax-svæðinu er hallinn niður á við. En á lumbal-svæðinu er hallinn breyti- legur. Allt frá sagital-'halla við fyrsta og annan lum- bal-lið, til næstum coronal-halla við neðstu lumbal- liðina. Stundum getur komið fyrir að halli eins lið- flatar er ólíkur halla mótlægs liðflatar á lumbal- svæðinu. Þetta er kallað „Facet tropism“, og sést hjá nokkuð mörgum einstaklingum. Við sveigju- hreyfingar verður óeðlilegt álag á þessum Iiðum. Getur minnkað hreyfanleika í ákveðnum liðum á lumbal-svæði og jafnframt valdið auknu álagi á hina liðina. Einkennin geta komið fram sem bakverkir. * Transitional hryggjarliður. Þá er ált við lumbali- sation á fyrsta sacral-lið eða sacralisation á fimmta lumbal-lið. Við lumbalisation verður í raun um sex hreyfanlega lumbal-liði að ræða, með auknu álagi á lumbosacral-liðinn. Við sacralisation verða aðeins fjórir hreyfanlegir liðir. Þegar þetta er báðum meg- in, veldur það sjaldan einkennum. En ef aðeins öðrum megin, veldur það mjög auknu álagi á hrygg- inn. Getur leitt til útbungunar á næsta liðþófa fyrir ofan. * Spina bifida occulta. Þá er gallinn í boga hrvggj- arliðarins, lamina arcus vertebrae. Þetta er langal- gengast á lumbosacral-svæði. Veldur sjaldnast ein- kennum. 3. Spondylosis, einkennist af hrörnun á liðþófum ásamt breytingum á aðlægum hryggj arliðum. Sést oft á röntgenmyndum af fólki á miðjum aldri og upp úr. Oftast einkennalaust, en einkenni geta kom- ið ef þreyta eða áverkar valda óeðlilegu álagi á brygginn. 4. Averkar og slys, sem valda sköddun á hrygg eða öðrum líkamshlutum geta síðar valdið útbungun á liðþófum, t. d. fall, íþróttaslys, síendurteknar með- göngur með þyngdaraukningu og án líkamlegrar endurhæfingar. Fall getur valdið samfalli á hryggj- arlið, oompressions fracturu. Subluxation á Facet- liðum. Spondylolysis og spondylolysthesis, sem get- ur verið bæði af meðfæddum orsökum eða vegna stress fraciuru á pediculus arcus vertebrae (íþróttir). 5. Osteoarthritis. Hrörnunarbreytingar í liðbrjóski Iiðanna milli processi articulares sup. og inf. Talið að síendurteknir litlir áverkar valdi, t. d. við óhóf- legt álag í íþróttum á yngri árum. Einnig er talað um erfðaþátt og offitu, sem mikilvæg atriði. Einkenní við útbungun á liðþófum fara síðan eft- Mynd 2. Stejna útbungunar liðþófa á cervical svœSi hryggjar. a. dorso-medial útbungun. b. dorso-lateral útbungun. c. intra- foraminat útbungun. ir staðsetningu og stærð útbungunarinnar, og eftir því hvort þrýstingurinn verður á eina eða fleiri taugarætur. Útbungunin getur farið upp eða niður inn í hol hryggjarliðanna og endað með eyðingu á liðþófanum. Hún getur komið snögglega eða yfir lengri tíma. I fyrra tilvikinu koma svonefndar mjúk- ar útbunganir, en í því síðara getur orðið viðbragð (reaction) í aðliggjandi beini, þannig að beinmynd- un verður og beinsporar myndast, osteophytar. Svo- nefndar harðar útbunganir. Ef útbungunin fer fram á við eða til hliðar, koma vanalega ekki fram ein- kenni frá taugarótum. Hins vegar veldur útbungun inn í mænugöng (dorso-lateralt eða dorso-medialt) eða inn í foramina intervertebralia aftur á móti oft einkennum frá viðkomandi taugarót eða taugarótum læknaneminn 21

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.