Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 62
Skýrsia stjórnar Félags lœknanema
1980-1981
Fundir
Stjórnarfundir
Stjórnarfundir hafa verið haldnir vikulega í allan
vetur. Alls voru fundirnir 37, og eru þá ótaldir ýms-
ir vinnufundir, þar sem hluti stjórnar mætti.
Fundað var með fulltrúum á deildarfundum fyrir
hvern deildarfund til að kynna efni fundanna og taka
sameiginlega afstöðu áður en á fundinn kæmi.
Þá voru nokkrir fundir haldnir með námsnefnda-
fólki til að kanna hvernig starf námsnefnda gengi og
fá samstarf á milli námsnefnda einstakra ára.
I apríl 1980 hélt stjórnin fund með 1. árs nemum
til þess að kynna þeim stöðu sína, en þá var hvað
mest rætt um hinn mikla fjölda stúdenta á 1. ári
(sem nú situr á 2. ári).
1. nóvember 1980 var haldinn fundur með kenn-
urum í lyfjafræði og rætt um hugsanlega samræm-
ingu á ýmsum greinum sem nú eru tví- eða jafnvel
þríkenndar. Hugmyndir kennara um flutning eitur-
efnafræði upp á 5. ár fengu ekki hljómgrunn meðal
stúdenta. Annars þótti fundurinn vel heppnaður.
Hildur.
Félagsfundir
Á starfsárinu voru haldnir sex félagsfundir, þar
af fjórir almennir félagsfundir, kynningarfundur 1.
árs nema og fundur um sumarvinnu í Svíþjóð.
Kynningarfundur 1. árs nema var haldinn 17. okt.
1980. Mæting var mjög góð og gekk bara nokkuð
vel að tæla nýliðana í embætti. Flestir stjórnarlima
mættu á fundinn, auk manna úr hinum ýmsu ráðum
og nefndum félagsins. Þessir aðilar kynntu starfsemi
félagsins og þótti vel til takast, enda skemmlilegra
fyrir nýliðana að sjá mörg andlit heldur en einn að-
ila þylja upp alla romsuna.
27. okt. 1980 var haldinn almennur félagsfundur.
Þar kynnti Bárður nýjungar í kennslumálum, eink-
60
um þó með tilliti til Thromsö-skólans. Þá var staðan
í lánamálunum kynnt, fyrst af Þorgeiri Pálssyni,
nefndarmanni i endurskoðunarnefnd um LIN og síð-
an af Auðunni Svavari Sigurðssyni læknanema og
jafnframt fulltrúa í ofanræddri nefnd. Kosin var
stúdentaskiptastjóri og 4. árs maður í ritnefnd, í stað
Þórðar sem forframaðaist í ritstjóra. Þá voru sam-
þykkt ráðningagjöld, 2000 fyrir læknisstöður og
1200 fyrir aðrar stöður. Að lokum kynnti Atli G.
Eyjólfsson læknanemi og háskólafulltrúi fyrirhugaða
ráðstefnu stúdenta og stundakennara. Allra síðast
kynnti Vilhelmína formaður drög að samningi milli
kennslusjúkrahúsanna og HI sem hún ásamt Rúrí og
Hildi vann upp.
8. des. 1980 var haldinn fundur um sumarvinnu í
Svíþjóð. Bárður kynnti málin.
17. des. 1980 var haldinn almennur félagsfundur
um Numerus Clausus og hækkun lágmarkseinkunna
sem í vændum reu. Þorvaldur Veigar og Högni Osk-
arsson mættu á fundinn og svöruðu fyrirspurnum.
Heldur þótti mæting stúdenta léleg.
2. jan. 1981 var almennur félagsfundur um breyt-
ingartillögur við reglugerð FL um ráðningar, born-
ar fram af Hildi Harðardóttur ritara og Bjarna Val-
týssyni ráðningastjóra. Tillögurnar voru felldar
með 34 atkv. gegn 30. I framhaldi af fundinum var
ráðningafundur.
23. febr. 1981 var haldinn almennur félagsfundur
um breytingar á náminu. Kynnti Ásgeir Haraldsson,
formaður kennslunefndar, starf námsnefnda og hugs-
anlegar breytingar á náminu í framhaldi af því. Ás-
geir Bragason, aðili að starfshópi um námskannan-
ir, kynnti niðurstöður starfshópsins. Þýddar hafa
verið námskannanir frá IFMSA og er planið að
leggja þær í hendur kennslunefndar, sem væntanlega
mun fela námsnefndum að sjá um framkvæmdina.
Vilhelmína kynnti að 4. árs prófin hafi verið felld
niður, ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum.
LÆKNANEMINN