Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 42
Mynd 3. Atelectasis í lobus inj. sin. og sést þríhUSa þétting
í gegnum hjartaskuggann.
lobus getur valdið áþekkum þríhliÖa skugga, en
hjartaröndin er þá ætíð skýr. Á hliðarmynd er skugg-
inn þéttari og gleggri, líka þríhliða, toppurinn veit
að hilus, grunnhliðin fram að bringubeini og þind,
armarnir íhjúgir og sveigðir hvor að öðrum, en lá-
rétta glufan myndar efri og fremri arminn eða skil-
in. Fullkomin atelektasis í loh. med. getur komið
fram sem örmjó þétting eða þvengur vart breiðari
en 1 cm á ská yfir hjartaskuggann. Það getur verið
erfiðleikum bundið að greina milli vökva í glufum
atelektasis í miðlobus, sér í lagi ef samvextir eru til
staðar, en vökvasöfnun veldur þenslu og úthungun á
glufuröndunum með þ. a. 1. spólulaga skugga.
Neðri lobi. Við atelektasis falla þeir saman í
áttina niður, aftur á við og inn til hryggjarins, en
halda tengslum sínum við hilus með mjórri tungu,
sem nefnd hefur verið „the mediastinal wedge“,
eða miðmætisfleygurinn. Venjulega greinum við
meira eða minna daufan skugga neðst á framan-
mynd og ef atelektasis er á háu stigi getur lobusinn
horfið bak við hjartaskuggann og þá bætist hin
atelektatiska þétting við hann og gerir hann enn þétt-
ari; oft er hún þríhliða og þá greinum við þéttari
þríhliða skugga innan hjartaskuggans, en til hliðar
við hann er hjartaskugginn daufari (sjá mynd 3).
Oft þarf harða mynd til að greina þessa þríhliða
þéttingu í gegnum hjartaskuggann; hjartarendurnar
eru vanalega skýrar, þindin getur verið dregin upp,
40
hjartað fært til og hilus staðið lægra, en oft er þetta
þó lítið áberandi; einnig getur lárétta glufan færst
niður og stundum sést stóra glufan á framanmynd,
hluti hennar, og sést hún sem bein eða aðeins bogin
lína niður og út frá hilus. Það getur verið afar erfitt
að greina samfall á neðri lobus á hliðarmyndinni,
eina merkið getur jafnvel verið bara randhvarf á
afturhluta þindarinnar, en oftast má greina færslu á
stóru glufunni aftur fyrir lungnaræturnar, halli
hennar er eins og hún er ýmist bein eða frambung-
andi.
2. Konsolidasjón
Með því er átt við þéttingu á lunga af vökva eða
öðru efni, sem fyllir alveolur og berkjur og kemur í
stað loftsins í þeim. Skugginn sem þessi þétting veld-
ur er homogen og sterkur og svarar að stærð, legu
og útbreiðslu til hins anatomiska hluta lungans, sem
hún tekur yfir. Engin breyting verður þannig á rúm-
taki viðkomandi lungnahluta, a. m. k. gætir þess ekki
í flestum tilvikum og þá aðeins óverulega, ekkert
samfall verður eins og við atelektasis. Þéttingin get-
ur tekið mismunandi stór svæði af lunganu; allt
lungað, einn eða fleiri lobi, hluta af lobus, segment,
einstaka lobuli eða acini, óskertir og konsolideraðir
lungnapartar geta skipst á þannig, að heildarsvipur-
inn verður margbreytilegur og óreglulegur eða blett-
óttur í stað hinna stóru homogenu svæða, þegar
stærri svæði af lunganu eru þéttuð, ekki ósjaldan fer
þetta hvort tveggja saman; oft sjáum við loftfylltar
berkjur eða s.k. „air bronchogram“ skína í gegn inn-
an þétta lungnasvæðisins og er það yfirleitt talið
einkennandi fyrir konsolidasjón; harða mynd getur
þó þurft til að það sjáist, jafnvel sneiðmyndir.
Það getur verið nokkrum vandkvæðum bundið að
greina milli skugga af völdum konsolidasjónar, in-
filtrasjónar, atelektasis, vökvasafns í pleuraholi,
staðbundins æxlisvaxtar eða fyllts hohúms. Við in-
filtrasjón eða íferð skortir jafna þéttingu í skugg-
ann af því að loftíylltir alveoli eru til staðar innan
breytta (sýkta) svæðisins. Við atelektasis er skugg-
inn vanalega miklu daufari þótt hann sé homogen
og æðar má greina í honum auk annarra viðbótar-
einkenna: tilfærsla á glufum, hjarta og barka, e. t. v.
hilus og upplyft þind. Pleuravökva getur verið erfitt
að greina frá konsolidasjón af því að hann gefur svo
LÆKNANEMINN