Læknaneminn - 01.09.1981, Page 50

Læknaneminn - 01.09.1981, Page 50
Mynd 12. Subpulmonal pleuravökvi hœ. megin. Opereruð viS ca. coli jyrir ári. Þrálátur hósti undanfariS. mjög andstæðan milli hins dökka rúms bak bringu- beins og hinnar fölu hulu sem vökvinn gefur verður meira áberandi á hliðarmyndinni, skerpist. Stundum safnast vökvi fyrir í pleuraholinu undir lunganu næst þindinni, skugginn rennur saman við þindarskuggann og fylgir honum og má hæglega mis- reikna sig á því og taka fyrir hástæða þind, frekar hægra en vinstra megin; þar höfum við magablöðr- una og í stað hins örmjóa þindarskugga er nú komið breiðara lag, kannski 2-3 cm þykkt. Þetta nefnist subpulmonal pleuraeffusjón (eða diafragmatisk effu- sjón) og hliðarlegumynd eða liggjandi mynd tekur þá af allan vafa (sjá mynd 12). Vökvi í brjóstholi getur einnig birst okkur í öðrum sjaldgæfari mynd- um. Vökvinn getur safnast fyrir umhverfis lobus, líkst þéttingu og hann getur fallið svo að hjartarönd- inni að hjartað virðist stækkað. Hann getur enn- fremur legið upp með síðu í nokkuð jafnbreiðu belti, lagskiptur vökvi (lameller effusjón) og ef um hæ. pleurahol er að ræða getur hann stöðvast upp við láréttu glufuna að mestu og örmjó rönd síðan teygt sig áfram upp, s.k. „middle lob. step“, en þetta getur líka verið öfugt, ef eftirgefanleiki lob. superior er minnkaður. I öllum þessum tilvikum sem öðrum hjálpar það okkur mikið að geta tekið hliðarmynd- ir (lárétt geislastefna) eða liggjandi myndir (lóð- rétt geislastefna). Vökvi meðfram miðmæti getur gefið líka mynd og atelektasis í lobus inferior, þ. e. a. s. þríhliða skugga bak hjarta með toppi inn við hilus og grunnhlið niður við þind og rennur þar sam- 48 an við þindarskuggann. Frír vökvi í pleuraholi getur sogast eða dregist inn á milli lungnablaðanna inn í glufurnar og eins á milli brjósthimnublaða (pleura visceralis), sem dregist hafa inn í áttina að atelek- tatisku belti t. d. við fleygatelektasa (laminer), og er skugginn þá þríhliða með toppinn inn í grópina milli blaðanna og grunnhlið úti í síðu. Hvað af- lokaða pleuravökva snertir mun ég aðeins rétt drepa á stærstu atriðin. Vökvi getur safnast fyrir vegna samvaxta milli viscerölu og parietölu blaðanna hvar sem er: inn við miðmæti, niður við þind eða út við brjóstvegg. Venjulega er rúmið, sem þannig hefur myndast, flatt með tvíkúptum röndum, þ. e. spólu- laga, en gefur nokkuð misjafnt útlítandi skugga eftir því hvernig á hittist, þ. e. a. s. á hlið eða framan frá. Interlobar vökvi í pleuraholi er oftast auðþekktur, en erfitt getur verið að greina miðmætisvökva, þ. e. a. s. þegar hann er aflokaður, frá æxli og svo getur einnig verið um vökva á öðrum stöðum og verðum við því stöðugt að hafa það bak við eyrað ásamt ýmsum fleiri atriðum. Þegar vökvinn er graftarkenndur, þ. e. a. s. um aflokaðan gröft eða empyema er að ræða, getur röntgenmyndin að vísu verið áþekk en sjúk- dómsmyndin, þ. e. allur gangur og einkenni bráðrar lungnasýkingar leynir sér ekki, og langvinn empyem má nánast líkja við og heimfæra undir ígerð. Þegar vökvinn er horfinn eða ígerðin hefur verið ræst út og sýking er um garð gengin, er afleiðingin oftast meiri eða minni þykknun á brjósthimnu (thickened pleura, Schwarte) og samvextir (adhásionen) er get- LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.