Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 12

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 12
Skoðun barna Björn Júlíusson læknir Inngangur Læknanámi er venjulega svo lil hagað, að stúdentinn fær ekki tækifæri til að umgangast og skoSa veik börn fyrr en seint í námi, venjulega á fimmta ári. Þá hefur hann þegar hlotið nokkra kennslu og þjálfun i undirstöðuatriðum skoðunar á fullorðnum. Honum hefur verið kennt að leita sjúkdómseinkenna hjá sjúklingnum með því að ganga skipulega að verki og heita athygli eða skoðun (inspection), þreifingu (palpation), banki (percussion) og hlustun (aus- cultation) í þessari röð við sjúklinginn í heild og hin ýmsu líffærakerfi hans, oft aS viðbættum nokkrum sérhæfðum rannsóknum. Þessar aðferðir eða vinnu- tilhögun ásamt ýtarlegri sjúkraskýrslu frá sjúklingn- um sjálfum, foreldrum hans eða aðstandendum, eru sá grundvöllur, sem sjúkdómsgreining byggist á aS verulegu leyti. Saga Þegar um eldri börn og unglinga er aS ræða er oft hægt að viðhafa sömu aðferðir og við fullorðna, en um smábörn og kornabörn gegnir allt öðru máli. Ungt barn getur ekki greint frá sjúkdómseinkennum sínum eða rakið sína sjúkrasögu. Þá verður að reiða sig á frásögn foreldra eða aðstandenda og eig- in athuganir. Nákvæm sjúkraskrá og vel unnin er ómetanleg og getur oft leitt til greiningar strax eða rennt stoðum undir greiningu. Flestir spítalar hafa ákveðin eyðublöð meS reitum fyrir ýmsar upplýs- ingar, er leita skal eftir, og er þýðingarmikið að út- fylla eySublaðiS strax samviskusamlega, þvi aS þaS getur reynst erfitt og tafsamt síðar. Skrifa Ijer niður fullt nafn barnsins, ef það hefur hlotið nafn og kyn þess. Nöfn foreldra, aldur þeirra, atvinnu og hjúskaparstétt, hvort þau búa saman, svo og upplýsingar um heilsufar þeirra skal skrá greinilega. Telja skal upp öll systkini í réttri aldurs- 10 röð, kyn þeirra og hvort þau eru alsystkini, heilsu- far þeirra skal einnig kannaS. Þá ber aS athuga, hvort arfgengir sjúkdómar eða meðfæddir gallar komi fyrir hjá öðrum ættingjum. Könnun á félags- legum aSstæðum barnsins getur oft leitt í ljós ýmis- legt athugavert, sem getur hafa haft áhrif á heilsu bamsins eða velferð. Vegna þessa þarf að spyrja um vinnu foreldra heima og heiman, húsnæði og efna- hag og kanna hvort einhverjir félagslegir erfiðleikar geti ef til vill átt þátt í sjúkleika barnsins. Heilsufarssögu barnsins þarf að skrá frá bvrjun. Spyrja móður um meðgöngu og heilsufar hennar þá, um sýkingar, lyfjanotkun og lengd meðgöngu. Fá upplýsingar um fæðinguna hjá móðurinni. Ef þær eru ekki fullnægjandi þá ber að leita til þeirrar stofnunar þar sem barnið fæddist, eða til IjósmóSur ef þaS fæddist heima. Reyna að fá upplýsingar um ástand barnsins í fæSingunni og eftir hana, fæðing- arþunga, lengd og höfuðummál. NauSsynlegt er að fá vitneskju um næringu og þroska bamsins. Hvort barnið var á brjósti og þá hve lengi. Hvenær það fór að fá aðra fæðu, hvaða fæðu og í hve miklu magni. Hvenær fékk barnið pela og hve lengi hafði það pela? Fékk það C- og D-víta- mín eða lýsi og ávaxtasafa? Hvernig var þyngdar- aukning barnsins á fyrsta ári og síðan? Athuga þarf heilsufarsbók barnsins, ef til er. Þroska bamsins er nauðsynlegt að kanna. Hvenær fór barnið aS brosa og festa augun við hluti (fix- era)? Hvenær hélt þaS höfði, sat eitt, stóð upp, gekk eitt? Hvernig var málþroskinn? Hvenær fór barniS að hafa fulla stjórn á hægðum og þvaglátum? Ilvernig vegnaði barninu í samskiptum viS önnur börn, á dagheimili eða í leikskóla, og eldri börn í skóla oghver var námsárangur þeirra? Stundum get- ur verið nauðsynlegt aS hafa tal af kennara barns- ins eða sálfræSingi skólans, ef um erfiðleika í námi er aS ræða eða hegðun er afbrigðileg. LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.