Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 8
ar eð'a aukin, bendir það til að' þau séu bundin við'
kviðvegginn.
Lýst hefur verið eymslum sem bundin eru við brún
rectusvöðvanna, þar sem taugaendar geta orðið fyrir
þrýstingi (abdominal cutaneous nerve entrapment
syndrome). Þessu ástandi fylgja verkir, sem erfitt
getur verið að greina frá einkennum við sjúkdóma
í meltingarfærum, þvagfærum og eggjastokkum.
Frumskilyrðið fyrir þessari greiningu á orsök fyrir
eymslum í kviðvegg er, að hægt sé að staðsetja þau
nánast með einum fingri við fyrrgreint svæði.
Til að fá slökun við djúpa þreifingu, hefur mér
reynst gagnlegt að fá sjúklinginn til að anda djúpt
inn, um leið og þrýst er létt á kviðvegginn. Þegar
sjúklingurinn andar frá sér, er hann beðinn um að
slaka á og um leið er þrýst þéttar á það svæði, sem
verið er að skoða. Góð regla er að byrja djúpa
þreifingu sem lengst frá þvi svæði, sem reynst hefur
aumt þegar þreifað var létt.
Sleppieymsl
Athugað er fyrir sleppieymslum, hafi við þreif-
ingu fundist fyrir eymslum í kvið. Er þá þreifað létt
eða jafnvel nokkuð þétt, en alltaf varlega og hendinni
síðan lyft skyndilega af kviðveggnum. Aukist þá
sársaukinn, gæti það verið til marks um ertingu á
lífhimnu. Sjúklingurinn getur fundið fyrir verknum
í þeim hluta kviðarhols, sem þreifaður er en einnig
annars staðar í kvið. Sleppieymsl eru ekki öruggt
merki um ertingu á lífhimnu, einkum ekki þegar þau
eru á því svæði sem þreifað er.
Spenna í kviðvegg
Kviðvöðvar geta verið spenntir vegna ertingar í
þeim hluta lífhimnu, sem þar liggur undir, stækkunar
á líffæri eða vegna slyss. Sé kviður brettharður er
nær alltaf lífhimnubólga til staðar. Til frekari stuðn-
ings þeirri sjúkdómsgreiningu, er lélegt almennt
ástand sjúklingsins, garnahljóð minnkuð eða horfin
og hreyfingar kviðveggj arins minnkaðar við öndun.
Gott dæmi um brettharðan kvið er efri hluti kviðar-
hols skömmu eftir að magasár hefur perforerað.
Minni spennu í kviðvegg er að vænta við sjúkdóm
eins og virus-gastroenteritis og salpingitis.
Athugun á herniuopum er nauðsynleg, enda er þar
að finna algenga orsök fyrir garnastíflu.
6
Æxli
Þegar æxli finnst við þreifingu, þarf að gera sér
grein fyrir staðsetningu þess, áferð, þéttleika, stærð
og hreyfanleika, t. d. með tilliti til öndunar.
SkoSun á ýmsum líffœrum í kviðarholi
Iiistill. Oft má finna fyrir sigmoid hluta ristils í
vinstri fossa iliaca (mynd 1). Stundum eru þar eymsl
til staðar, einkum hjá fólki með colon irritablie. Fyr-
irferð ristilsins fer að sj álfsögðu eftir magni hægða,
Rectus vöðvar
/
Mynd 1. Líffœri í kviðarholi em stundum þannig staðsett eða
svo áberandi, að hcett er við röngum niðurstöðum af skoðun.
sem hann inniheldur, og má finna fyrir hörðum
hægðakögglum. Ef botnlangi er bólginn, veldur
þrýstingur á colon descendens stundum verk í botn-
langastað, e. t. v. vegna tilíærslu á lofti í ristlinum
eða vegna aukins þrýstings í kviðarholi. Venjulega
finnst ekki fyrir colon transversum, nema helst ef um
er að ræða magurt fólk og er ristillinn þá vel þreif-
anlegur. Erfiðara er að finna fyrir coecum og colon
ascendens. Algengt er, að æxli í þessum hluta ristils
séu orðin mjög stór, áður en sjúklingurinn verður
þeirra var og því talsverðar líkur á að hægt sé að
finna fyrir þeim við fyrslu skoðun. Hjá sjúklingum
með Crohn’s sjúkdóm í ileocoecal svæði má finna
fyrir pylsulaga fyrirferðaraukningu í hægri fossa
iliaca.
Nýru. Þegar þreifað er eftir nýrum, eru notaðar
báðar hendur (mynd 2). Onnur höndin er sett undir
mjóbakið en hin undir rifjaboga. Eftir að fengist hef-
LÆKNANEMINN