Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 45
°g hann teygir sig ofan að þind rétt aftan við bringu-
beinið. Ekki er óalgengt að þétting í apico-posterior
segmenti vinstri efri lobus og í superior segmenti
lingula fari saman og orsakar það þríhliða skugga
með toppi inn við hilus og grunnhlið út í síðu ofan-
til á framanmynd að sjá og á hliðarmynd liggur
hann framan við efri hluta stóru glufunnar Og er þar
oft vel þáttur.
Um konsolidasjón í hinum einstöku segmentum í
ejri lobi ætla ég ekki að fjalla sérstaklega, hin ana-
tomiska útbreiðsla og lega segir til sín, en þess má
geta að við þéttingu í anterior segmentinu afmarkast
neðri rönd skuggans hæ. megin af láréttu glufunnú
en liggur ofan við hana, þegar um þéttingu á pos-
terior segmentinu er að ræða; þétting í apico-pos-
terior segmentinu vi. megin gefur yfirleitt heldur
daufan skugga, en er ájaekkur í anterior segmentinu
vi. og hæ. megin.
Konsolidasjón í neðri lobi kemur mjög líkt fram
báðum megin og á framanmyndum séð liggur skugg-
tnn yfir neðra lungnafeltið allt frá framenda 2. rifs
ofan að jrind, en efri mörkin eru óglögg, oft aðeins
orfín hula þar, en jréttist þegar neðar dregur (sjá
tnynd 6). A hliðarmyndinni liggur skugginn aftan
stóru glufunnar, sem myndar frambrún hans sem
nokkuð bein og skörp lína. Þindarmörkin eru meira
eða minna útmáð, en hjartaröndin er alltaf skýr
(sjá mynd 6). Oft er aðeins hluti af lobus sýktur
og breytir það myndinni nokkuð (sjá mynd 7), en
um einstök segment er þetta helst að segja: Þétting í
apicala segmentinu gefur þunna breiða hulu yfir mitt
lungað frá hilus jafnvel alla leið út í síðu, en mörk-
in eru óljós; á hliðarmynd er skugginn þó frekar
bogadreginn, liggur upp af og aftan lungnarótanna
og er flatari inn við glufumörkin, er mynda fram-
brún hans og jsaðan teygir hann sig upp og aftur-
avið og hverfur gjarnan saman við skuggann frá
herðablaði, hrygg og axlarvöðvum. Þétting í basölu
segmentunum er miklu algengari og oft er jiar um
þétlingu í tveim samliggjandi segmentum að ræða;
sér í lagi algengt í börnum, einkum við aðöndunar-
bólgu. Við þéttingu í antero-basala segmentinu ligg-
ur skugginn medialt í neðra lungnafeltinu á framan-
mynd að sjá og á hliðarmynd aftan við neðri enda
stóru glufunnar; hún er miklu algengari hæ. megin,
en þétting í postero-basölu segmentunum (sjá mynd
Mynd 7. Konsolidasion í lobus inf. dext. (aðall. posterobas-
a!a segmend).
7) er áh'ka algeng beggja vegna (einkum í börnum)
og gefur þríhliða skugga meðfram hjarta og jsind
með toppinn út í sinus á framanmynd og fyllir hann
út á hliðarmynd að aftan; þindarmörkin hverfa þar
og medialt á frontalmyndinni. Þétting í latero-basala
segmentinu hylur og fyllir út sinusinn á framan-
mynd, máir út þindarmörkin og teygir sig upp og inn
á við í áttina til hjartans og á hliðarmyndinni mynd-
ar hún þríhliða skugga nálægt miðju upp af þind-
inni sem ekki nær fram að stóru glufunni.
Infiltrasjón
Með Jjví er átt við breytingar í millivefnum í lík-
um skilningi og í meinafræðinni, en joó notað í held-
ur lausara samhengi og ýmist talað um infiltrasjón
eða íferð, íferðarbreytingar eða íferðir. Vökvi,
bólguvökvi, æxlisfrumur, framandi efni, rykkorn eða
annað sest i vefina og vefsbilin umhverfis berkjur
og blóðæðar, í interlober septin og alveoluveggina,
en alveolur og berkjur haldast loftfylltar og skera sig
frá hinum gráhvítu skuggum, sem íferðin veldur, sem
gagnsæjar dökkar rákir. Alveolerar breytingar í ein-
hverjum mæli, jr. e. a. s. þétting, fylgir þó með í
flestum tilvikum, en millivefsbreytingar eru joó höf-
uðatriðið og yfirgnæfa. Heildarmyndin getur verið
með ýmsu móti eftir útbreiðslu og magni breyting-
anna, þ. e. a. s. hvernig jjykknun millivefjarins er
læknaneminn
43