Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 54

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 54
brjósthimnu, valdið dreifðum breytingum á henni með þykknun og samdrætti. Við berkjucarcinoma getum við haft lymfangitis carcinomatosa-mynd og auk þess er það tíðasta orsökin að Pancoast-syndromi en bvort tveggja minnist ég á í síðari köflum í þess- ari grein. Coin-lesjón. Með því er átt við einangraða bnatt- laga þéttingu eða afmarkaðan hnút í lunga. Algeng- ustu orsakirnar að henni hjá okkur eru vafalaust út- lægur berkjucancer, meinvarp, tuberculoma og hamartóm, en granuloma er ofarlega á blaði í sum- um löndum, t. d. í Bandaríkjunum, við histplas- mosis, coccidioidomycosis og aðra sveppasjúkdóma. Ef um sjúkling yfir fertugt er að ræða og engin kölkun sést í honum eru yfirgnæfandi líkur á ill- kynja æxli. Kölkun útilokar slíkt þó ekki, en við meinvörp frá osteogen sarkomi (venjulega í útlima- beini hjá unglingi) getur sést kölkun. Kölkun sjáum við í berklahreiðri eða tuberkúlomi, hamartómi og í granúlómum. Hringlaga kölkun bendir til aneur- ysma eða arterio-venös fistúlu. SKUGGAR, SEM FRAM KOMA SEM LÍNUR, RÁKIR EÐA BÖND Slíkir skuggar geta verið allt frá hárfínum línum, sem vart eru greinanlegar, vel sjáanlegum rákum og upp í breið bönd og strengi. Lengd þeirra getur því verið misjöfn, eða frá örfáum mm upp í marga cm. Gott getur verið að fylgja línunum eftir eða rekja slóð þeirra og sjá hvar þær enda, hvort þær fari út fyrir endamörk lungna eða brjóstvegg, svo að stað- setja megi þær frekar anatomiskt. Ef þær ná út fyr- ir geta þær ekki verið í lungum. Húðfellingum og öðrum artefacta getur verið um að kenna; og gæta verður sín á línum, sem bein valda, t. d. rif eða herðablöð, og á kölkunum í geislungum. Áður hefur verið minnst á s.k. Kerley’s línur eða septallínur ,en af öðrum fíngerðum línum og rákum má nefna línur þær, sem lárétta glufan veldur bæði á framan- og hliðarmynd og stóru glufurnar, sem normalt sjást aðeins á bliðarmyndum. Stundum sýn- ist lárétta glufan vera tvöföld á framanmynd og er þá segin saga, að um auka-glufu er að ræða, þ. e. akksessoriska superior fissuru, sem normalt finnst hjá 6% einstaklinga. Hún markar apikala segment á lobus inferior og er lang algengust hæ. megin. Hin svonefnda akksessoriska inferior fissura, sem einnig er tíðari hæ. megin en ekki eins algeng, markar mediobasala segmentið í lobus inferior frá öðrum basölum segmentum og kemur fram sem fín skástæð lína frá þind paracardialt. Verði þétting I þessu seg- menti greinir hún sig vel frá og hefur skarpa hæ. rönd. Ef lobus venæ azygos er til staðar, er skugginn sem glufan og venan orsaka, mjög þéttur, kommu- laga og liggur apico-medialt í lunganu. Það er að- eins sjaldan sem hluti af hægri stóru glufunni sést á frontalmynd og þá einkum við einangraða atelek- tasis á apicala segmenti hægri neðra lobuss; efri endi hennar sést og nær upp fyrir hilus. Hitt er aftur alvanalegt, að báðar stóru glufurnar sjáist á hliðar- myndum án þess að um nokkra raunverulega pleura- þykknun sé að ræða. Fyrir kemur hjá smábörnum, að fín lína sjáist latero-basalt í lungunum og er al- mennt talið að um neðri hluta stóru glufunnar sé að ræða. Hjá fullorðnum og eldra fólki sést oft eins og að þindin sé dregin upp og myndi smátotu. Síðan gengur fín lína upp úr henni. Gjarnan er þetta túlk- að sem ítak eða samvextir, en orsökin er sú að brjóst- himnan hefur dregist þarna í áttina að öri (berklar, bulla). Örvefsstrengir eftir gróna berkla eru tíðir, einnig við steinsýki og eftir geislanir á illkynja æxl- um (geislafibrosis). Það ásamt öðrum fibrotiskum breytingum er kafli út af fyrir sig, sem ekki verður farið út í hér. Þá má einnig minna á bandlaga skugga sem stafa af pleurabreytingum og að subseg- mental atelektasis getur komið fram sem örmjór skuggi í lunganu og litið út sem band eða strengur. Við hástæða þind og minnkaða öndun, einkum eftir kivðarholsskurði, sjást oft neðst í öðru eða báðum lungum láréttar línur eða rákir næst ofan þindar og hafa þær verið nefndar Fleischner’s línur (Flei- schner lýsti þeim 1941) öðru nafni laminer eða dis- coid atelektasis. Orsök þeirra er ekki full upplýst og skýring Fleischner’s að um laminera atelektasis sé að ræða er enn sú besta sem völ er á. Bullur í lungum eru nánast kúlulaga og veggir þeirra varpa því jafnaðarlega bogadregnum línum, en þó kemur fyrir að þær myndi tiltölulega beina línu. I gegnum mjög stóra búllu eða holrúm má stöku sinnum sjá bandlaga skugga eða streng þvert í gegn 52 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.