Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 31

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 31
Ymis atriSi verður að hafa í huga þegar líkamleg emkenni eru greind. 1) Stundum fylgir þessu ástandi Límabundin mat- græðgi (bulimia) og getur þá myndin líkst thyrotoxikosu, þ. e. tachycardia, hiti, mæði og aukinn BMR. 2) Sumir taka inn mikið af hægðalyfjum og get- ur því klíniska myndin verið niðurgangur. 3) Sumir kasta upp og framkalla þá uppköstin sjálfir, oft fylgir þetta mikilli matgræðgi. 4) Ovenjulegt insulin svar við glúkósa prófi hef- ur fundist. 5) Einnig hefur um he'mingur þessara einstakl- inga hækkað cholesterol samkvæmt könnun sem Crisp gerði á 30 einstaklingum. Lág gildi af östrogenum og gonadotrópinum hafa fundist, en útskilnaður þessara hefna hækkar þá í þvagi með aukinni þyngd. I stóru uppgjöri frá Mayo Clinic um niðurstöður rannsókna í anorexia nervosa kemur fram: Að rannsóknir eru gagnlegar til að meta hvetsu slæmt ástand líkamans er orðið. Ekki er þó hægt að segja að neinar rannsóknaniðurstöður séu einkenn- andi eða gefi greiningu á anorexia nervosa. Rétt sé þó að gefa rannsóknum gaum og vera vel á verði fyrir niðurstöðum, sem venjulega koma ekki fram í anorexia nervosa og leita þá vel að líkamlegum sjúk- 4ómum; í því sambandi nefna þeir hraðan púls, hátt sökk og aukinn fjölda hvítra blóðkorna. Algengustu niðurstöður sem komu fram á Mayo Clinic eru: Blóðstatus, blóðkemia og þvagstatus eru °ft eðlileg. Elektrolytar eru oftast innan eðlilegra fflarka, en geta þó lækkað ef uppköst eru viðvarandi. Anemia kemur stundum fyrir. Leukopenia með hlut- fallslegri aukningu á lymphocytum kemur oft fyrir. Lngu að síður sleppa þessir einstaklingar yfirleitt við sýkingar. Cholesterol er gjarnan hækkað. Caro- tene er oft hækkað. Prótein eru venjulega eðlileg þangað til ástandið er langt gengið, þá lækka þau. Vítamínskortur sést sjaldan. Linnig hafa rannsóknir bent til að hormónabreyt- ingar orsakist af vanstarfsemi á hypothalamus-hy- pophysu kerfinu og sé það vörn og aðlögun þessa kerfis við sulti. Að lokum er rétt að hafa í huga, að fjölmörg önn- ur atriði hafa einnig áhrif á niðurstöður rannsókna í anorexia nervosa svo sem aldur, hve ástandið er langt gengið, lyf svo sem hægðalyf, diurelika, og hormónalyf, uppköst og hydrationsástand. Meðferð Ekki er ætlunin að gera meðferðarplönum nein skil hér. Flestir eru sammála um nauðsyn þess að koma þessum einstaklingum sem fyrst í fulla kjör- þyngd. Atferlismeðferð er algeng og fer þá oftast fram á sjúkrahúsi. Misjafnt er hversu hart er gengið fram í þessari meðferð. Samlalsmeðferð er jafnframt nauð- synleg lil þess að styðja einstaklinginn og komast að óskum hans. Phentiazin lyf hafa verið notuð og hefur verið tekið eftir því hve þessar stúlkur þola oft mikið af þessum lyfjum án þess að verða sljóar. Leukotomia hefur stöku sinnum verið framkvæmt á króniskum sjúklingum og þá sem neyðarúrræði. Horfur I uppgjöri á 100 einstaklingum sem fylgt var eftir í 4-8 ár frá því að meðferð lauk (fæðumeðferð og/ eða psykotherapia I komst Chrisp að eftirfarandi niðurstöðum: Nærri % voru á eðlilegri þyngd (-)- eða — 15% af kjörþyngd). Blæðingar voru reglulegar hjá u.þ.b. helmingi þeirra. Tæplega 50% höfðu ennþá merki um „þyngdarphobiu“ og afbrigðilegt mataræði. Um 40% höfðu brenglað samband við fjölskyldu sína. 48 einstaklingar voru taldir hafa náð góðu ástandi. Gott ástand er skilgreint sem nærri normal þyngd, reglulegar blæðingar, gott andlegt ástand og að þau störfuðu vel bæði „socialt“ og „sexuelt“. 30 höfðu náð þokkalegu ástandi. 20 voru í slæmu ástandi. 2 höfðu dáið vegna næringarskorts. Slæmar horfur voru tengdar við langt sjúkdóms- ástand, litla þyngd, meðferð hafði brugðist áður, uppköet, matgræðgi og kvíða fyrir því að borða með öðrum. Framh. á bls. 76. LÆKNANEMINN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.