Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 70

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 70
Við í fræðslunefnd FL viljum sérstaklega þakka þeim aðilum sem komu með ábendingar til okkar varðandi efni á fræðslufundi. Eg vil að lokum þakka þeirn félögum mínum í fræðslunefndinni fyrir á- nægjulegt samstarf. ,, „ . Jon öteinar Jonsson jorm. FRÆÐABÚR Um starfsemi fræðabúrsins á árinu er það að segja, að lögð hefur verið mest áhersla á að safna gömlum prófum og gera þau aðgengileg fyrir lækna- nema. Einnig var ráðist í útgáfu á glósum, og var stærsti bitinn glósur í medicin og kirurgi, sem gefnar voru út í 80 eintökum fyrir 4., 5. og 6. ár. Um aðra útgáfu má nefna glósur í bacteriologiu og glósur í anatomiu höfuðs og háls. Margir læknanemar hafa þarna lagt hönd á plóginn og kann fræðabúrið þeim bestu Þakk"' EinfriSur. FRÁ RANNSÓKNANEFND Rannsóknanefndin var óvirk þar til 4. árs próf voru lögð niður. Tóku menn þá fjörkipp og er í bí- gerð að skrifa yfirlitsgrein um sjúkdómsmyndir smitsjúkdóma. Greinin birtist væntanlega í Lækna- Melvin. nemanum. FRÁ HÓPSLYSANEFND Starf hópslysanefndar á liðnum vetri var blómlegt en sérstætt að vanda. Einhugur í nefndinni var al- gjör. Ekki verður farið hér í smáatriðum út í um- ræður á fundum og nefndaálit. Þó má geta þess að nefndin lagði ekki til neinar meiriháttar breytingar á ríkjandi fyrirkomulagi. Það olli h.v. hópslysanefnd verulegum vonbrigð- um að Almannavarnir ríkisins skyldu ekki leita ráða hjá nefndinni óveðursnóttina í febrúar. Þótti nefnd- inni illa fram hjá sér gengið að vera hundsuð við það tækifæri. Að sjálfsögðu hafði þó nefndin mann á staðnum er þakið fauk af fæðingardeildinni. Sjaldan er oft margsinnis. F. h. hópslysanefnclar, Asgeir Böðvarsson. Skíjrslu ritstjórnar Læknanemans Fjögur blöð hafa komið út frá síðasta aðalfundi. Til þess að leiðrétta þá tímaskekkju, sem orðin var í útgáfu blaðsins, var gripið til þess ráðs að sameina 1. og 2. tbl. 1980 í eitt blað, en betur má ef duga skal. Enn á eftir að gefa út tvö tölublöð af árgangi 1980, en bætt verður úr því innan tíðar. 3. tbl. 1980 kemur út eftir nokkra daga og er prentun 4. tbl. 1980 komin vel á veg. Góður grunnur hefur verið lagður að 1. og 2. tbl. 1981. Kemur fyrra blaðið væntanlega út í vor og hefur ritstjórnin ákveðið að vinna að útgáfu hins seinna nú í sumar. Ef fram fer sem horf- ir ætti útgáfa blaðsins að vera komin á réttan kjöl næsta haust. Sá dráttur sem verið hefur á útgáfu blaðsins nú í vetur stafar fyrst og fremst af töfum sem orðið hafa á vinnslu blaðsins í prentsmiðjunni. Kom þar upp eldur seint í nóvember og komst vinnsla blaðsins ekki í gang aftur, sem heitið getur, fyrr en eftir miðjan febrúar. Spjaldskrá blaðsins var á starfsárinu sett í tölvu- vinnslu. Verður hún þar með aðgengilegri, dreifing blaðsins auðveldari og minni hætta er á að einhverj- ir áskrifenda falli út þegar blaðinu er dreift, en slíkt hefur viljað brenna við. A síðasta aðalfundi var samþykkt sú nýbreytni að ritstjóri Læknanemans sitji í stjórn Félags lækna- nema. Var vonast til að hin auknu tengsl stjórnar félagsins og útgáfustjórnar myndu auka þátt félags- legs efnis í blaðinu og það þjónaði betur hlutverki sínu sem málgagn þess. Lofar þetta fyrirkomulag góðu, því ritstjórinn er óneitanlega mun betur inni í málefnum félagsins en ella. Þó má vera að félags- lega efninu yrðu gerð betri skil ef ritstj órarnir væru tveir. Ilefði annar með félagslegu hlið blaðsins að gera og ætti sæti í stjórn. Hinn sæi um öflun fræði- legs efnis. Er þó ráðlegt að bíða með frekari breyt- ingar á meðan full reynsla hefur ekki fengist á fyr- irkomulagið eins og það er í dag. Löngum hefur þáttur stúdenta á síðum blaðsins þótt heldur fátæklegur. Við höfum í efnisöflun okk- ar leitað til þeirra í ríkum mæli og reynt að fá þá út á ritvöllinn. Hefur það gengið vonum framar. Má hafa það til marks að uppistaðan í 4. tbl. er fræðigreinar, skrifaðar af stúdentum og höfum við fengið vilyrði fyrir enn fleiri greinum innan tíðar. Gildi þessarar vinnu er einkum tvíþætt: Annars veg- 68 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.