Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 36
HEIMILDIR: stuði. Er hægt að reyna það strax, þegar horft er á sjúkling sem er í hjartarafsjá fara í fibrillatio ventriculorum (eða ventriculer tachycardiu). Hrekk- ur hjarta stundum yfir í sinustakt við höggið. Það er gagnslaust ef lengra er liðið frá hjartastoppi. F ramhaldsmeðferð Hætt er að hjartahnoða þegar hjarta byrjar að slá og púls finnst. Þá er mældur blóðþrýstingur. Súrefni er gefið áfram og stutt við öndun eins og þarf. Mik- il 'hætta er á hjartsláttaróreglum eftir hjartastopp, og þarf sjúklingur að vera í hjartarafsjá. Jafnframt þarf nú að huga frekar að öðrum líffærakerfum og starfsemi þeirra. Þar má nefna þvagútskilnað, jóna-, sýru-basa og vökvajafnvægi. Ennfremur meðvitund og heilastarfsemi. Horfur Horfur eftir öndunar- og hjartastopp fara eftir: 1) Frumorsök. 2) Hve fljótt endurlífgun hefst. 3) Hve vel er staðið að endurlífgun. Heilinn er það líffæri, sem viðkvæmast er gagn- vart súrefnisskorti, þolir aðeins um 4 mínútna súr- efnisskort. Eftir það byrja heilafrumur að deyja. Onnur líffæri svo sem hjarla, nýru og lifur þola um helmingi lengri tíma án súrefnis. Byrji endurlífgun innan fjögurra mínútna frá hjartastoppi og takist að láta hjarta slá á ný áður en komið er til sjúkrahúss, er talið að hægt sé að útskrifa yfir 50% sjúklinga lifandi af sjúkrahúsi. Annars sýna erlendar tölur allt niður í 8% sjúklinga útskrifaða af heildarfjölda þeirra sem reynt var að endurlífga.3 Á Slysadeild Borgarspítalans var endurlífgun reynd á 222 sjúklingum á fjögurra ára tímabili 1976 -1979. Var hér um að ræða sjúklinga þar sem önd- unar- og hjartastopp varð utan sjúkrahússins. End- urhfgun tókst á 68 sjúklingum sem voru innskrifað- ir. Af þeim var 21 sjúklingur útskrifaður eða rúm- lega 9%.4,5 Er það vel sambærilegur árangur við þá staði erlendis, þar sem viðbúnaður er svipaður og í Reykj avík. 1 American Heart Associatíon: Standards and guidelines for cardiopulmonary resuscitation (CPR) and emergency cardiac care (ECC). JAMA, VoJ. 244:453-509, 1980. 2 ArnoJd Sladen M. D.: Pharmacologic management oí cardiopulmonary resuscitation: ASA Refresher courses in anesthesiology. Vol. 4, kafli 10:113-124, 1976. 3 Joseph S. Redding M. D.: Commentory on the proceedings, Second Wolf Creek Conference on CPR. Critical Care Medicine Vol. 9, No. 5:432-435, 1981. 4 Ásljjörn Sigfússon et al: Skyndidauði í Reykjavík og ná- grenni. Endurjífganir á SlysadeiJd Borgarspítalans 1976 og 1977. Læknaljlaðið 67:44-4,9, 1981. 5 Hallgrímur Guðjónsson et al: Um endurlífganir á Slysa- deild Borgarspítalans 1978 og 1979 (óbirt). Skoðun barna Framh. aj bls. 12. Endaþarmsop þarf að skoða og leita að sprungum á mótum húðar og slímhúðar. Ef ástæða er til þreif- ingar upp í endaþarm, skal gera það mjög varlega. Bak barnsins og reisn á að skoða vandlega, gæta að hvort um hryggskekkju er að ræða eða stirðleika í hálsi og baki. Utlimi þarf að skoða i heild og hvern fyrir sig. Bera saman útlit hægri og vinstri, lengd þeirra og gildleika. Láta barnið ganga og ‘hreyfa sig, ef það hefur aldur til. Hendur: Athuga fingur og lag þeirra, neglur, lín- ur í lófa, aukafingur. Ganglimi þarf að skoða strax við fæðingu, athuga hreyfingar í mjöðmum og hvort fætur eru nokkuð afbrigðilegir, t. d. snúnir fætur (equinovarus staða eða metatarsus adductus). Hjá eldri börnum þarf að athuga hreyfingar i mjöðmum, hvort fætur eru bein- ir eða snúnir eða bognir, iljar flatar, vöðva og tauga- viðbrögð skal prófa. Fulla neurologiska skoðun er ekki alltaf nauðsyn- legt að gera, en jafnan skyldi prófa vöðvatónus og taugaviðbrögð. Þroska barns skyldi ávallt meta, eft- ir því sem unnt er. 34 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.