Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 11
inn við slagæð, getur lienl til hepatoma. Við háþrýst-
ing í portakerfi má heyra hláæðadyn (venous hum)
á milli nafla og processus xiphoideus. Núningshljóð
yfir lifur getur heyrst eftir nýafstaðna lifrarbiopsiu,
en einnig má setja það í samband við illkynja æxli í
lifrinni eða perihepatitis.
Mynd 4. Endaþarmsskoðim. Fingur settur í endaþarmsop (a)
og (b). Fingrí snúið í endaþarmi og má þá finna fyrír blöðru-
hálskirtli (c) eða leghálsi (d).
ENDAÞARMSSKOÐUN
Endaþarmsskoðun er ómissandi hluti af kviðar-
holsskoðun. Þetta er auðveld rannsóknaraðferð, sem
oft gefur mikilsverða vitneskju um sjúklinginn.
Rannsóknin er gerð með sjúklinginn í vinstri hliðar-
legu og kreppt hné. Fyrst er 'húðin kringum enda-
þarmsopið athuguð, og má þar stundum sjá gyllin-
æð, sprungu eða perianal dermatitis. Hanskinn er vel
smurður með kremi og fingur er settur varlega inn í
endaþarmsopið (mynd 4). Um leið gerir maður sér
grein fyrir tonus í sphincter ani. Þegar fingurinn er
kominn inn í rectum verður fyrst fyrir blöðruháls-
kirtill eða legháls. Getur þar verið ýmislegt athuga-
vert að finna, sem gefur tilefni til nánari skoðunar,
en er fyrir utan ramma þessarar greinar. Slímhúðin
í rectum er þreifuð eftir föngum, athugað hvort hún
er slétt og sérstaklega þreifað eftir æxlum í slímhúð.
Meinvörp frá krabbameini í kviðarboli, einkum
maga, má finna þegar þreifað er fram á við og upp
fyrir blöðruhálskirtil eða legháls. I byrjun er lítill
harður hnútur finnanlegur, en þegar frá líður stækk-
ar æxlið og verður að hörðu berði (frozen pelvis).
Litur hægða getur verið mikilvægur. Ef fita er aukin
eru hægðir ljósar, tjörusvartar við blæðingu frá efri
hluta meltingarfæra og leirlitar í stíflugulu.
Að lokum skal lögð áhersla á gildi skoðunar á
öllum líkamanum. Einkenni frá meltingarfærum má
stundum rekja til sjúkdóma í öðrum líffærum, og
einnig geta sjúkdómar í meltingarfærum valdið sjúk-
legum hreytingum í öðrum hlutum líkamans.
HEIMILDIR:
1 Bockus, II. S.: Gastroenterology. Saunders. Pliiladelphia
1974.
2 Sleisenger, M. II. and Fordtran, .1. S.: Gastrointestinal
disease. Saunders. Philadeiphia 1978.
3 Sherlock, S.: Diseases of tlie iiver and biliary system.
Blackwell. Oxford 1975.
4 Brown, C. H.: Diagnostic procedures in gastroenterology.
Mosby. Saint Louis 1967.
5 Chamberiain, E. M. and Ogilvie, C.: Symptoms and signs
in clinical medicine. Wright. Bristol 1974.
6 Appelgate. W. V.: Abdominal cutaneous nerve entrapment
syndrome. Surgery 71:118. 1972.
7 Casteil, D. 0., O’Brien, K. D., Muench, H. and Chalmers,
T. C.: Estimation of liver size by percussion in normal
individuals. Annals of Internal Medicine 70:1183. 1969.
8 Sullivan, S., Krasner, N. and 'Williams, R.: The clinical
estimation of liver size: a comparison of technicjues and
an analysis of the source of error. B. M. .1. 2, 1042, 1976.
9 Macleod, J.: Clinical examination. Churchill Livingstone.
Edinburgh 1979.
LÆKNANEMINN
9