Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 11

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 11
inn við slagæð, getur lienl til hepatoma. Við háþrýst- ing í portakerfi má heyra hláæðadyn (venous hum) á milli nafla og processus xiphoideus. Núningshljóð yfir lifur getur heyrst eftir nýafstaðna lifrarbiopsiu, en einnig má setja það í samband við illkynja æxli í lifrinni eða perihepatitis. Mynd 4. Endaþarmsskoðim. Fingur settur í endaþarmsop (a) og (b). Fingrí snúið í endaþarmi og má þá finna fyrír blöðru- hálskirtli (c) eða leghálsi (d). ENDAÞARMSSKOÐUN Endaþarmsskoðun er ómissandi hluti af kviðar- holsskoðun. Þetta er auðveld rannsóknaraðferð, sem oft gefur mikilsverða vitneskju um sjúklinginn. Rannsóknin er gerð með sjúklinginn í vinstri hliðar- legu og kreppt hné. Fyrst er 'húðin kringum enda- þarmsopið athuguð, og má þar stundum sjá gyllin- æð, sprungu eða perianal dermatitis. Hanskinn er vel smurður með kremi og fingur er settur varlega inn í endaþarmsopið (mynd 4). Um leið gerir maður sér grein fyrir tonus í sphincter ani. Þegar fingurinn er kominn inn í rectum verður fyrst fyrir blöðruháls- kirtill eða legháls. Getur þar verið ýmislegt athuga- vert að finna, sem gefur tilefni til nánari skoðunar, en er fyrir utan ramma þessarar greinar. Slímhúðin í rectum er þreifuð eftir föngum, athugað hvort hún er slétt og sérstaklega þreifað eftir æxlum í slímhúð. Meinvörp frá krabbameini í kviðarboli, einkum maga, má finna þegar þreifað er fram á við og upp fyrir blöðruhálskirtil eða legháls. I byrjun er lítill harður hnútur finnanlegur, en þegar frá líður stækk- ar æxlið og verður að hörðu berði (frozen pelvis). Litur hægða getur verið mikilvægur. Ef fita er aukin eru hægðir ljósar, tjörusvartar við blæðingu frá efri hluta meltingarfæra og leirlitar í stíflugulu. Að lokum skal lögð áhersla á gildi skoðunar á öllum líkamanum. Einkenni frá meltingarfærum má stundum rekja til sjúkdóma í öðrum líffærum, og einnig geta sjúkdómar í meltingarfærum valdið sjúk- legum hreytingum í öðrum hlutum líkamans. HEIMILDIR: 1 Bockus, II. S.: Gastroenterology. Saunders. Pliiladelphia 1974. 2 Sleisenger, M. II. and Fordtran, .1. S.: Gastrointestinal disease. Saunders. Philadeiphia 1978. 3 Sherlock, S.: Diseases of tlie iiver and biliary system. Blackwell. Oxford 1975. 4 Brown, C. H.: Diagnostic procedures in gastroenterology. Mosby. Saint Louis 1967. 5 Chamberiain, E. M. and Ogilvie, C.: Symptoms and signs in clinical medicine. Wright. Bristol 1974. 6 Appelgate. W. V.: Abdominal cutaneous nerve entrapment syndrome. Surgery 71:118. 1972. 7 Casteil, D. 0., O’Brien, K. D., Muench, H. and Chalmers, T. C.: Estimation of liver size by percussion in normal individuals. Annals of Internal Medicine 70:1183. 1969. 8 Sullivan, S., Krasner, N. and 'Williams, R.: The clinical estimation of liver size: a comparison of technicjues and an analysis of the source of error. B. M. .1. 2, 1042, 1976. 9 Macleod, J.: Clinical examination. Churchill Livingstone. Edinburgh 1979. LÆKNANEMINN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.