Læknaneminn - 01.09.1981, Page 53

Læknaneminn - 01.09.1981, Page 53
urysma og granuloma við kollagenósur, einkum lupus erythematosus, sclerodermi og Wegener’s granulom eða meinvarp, en slíkir hnútar hafa gjarn- an verið kallaðir ,,coin“ lesjón og mun ég aðeins drepa á þá í lokin og ennfremur á berkjucarcinoma. Stœrri stakir blettir eða hnútar, þ. e. a. s. meðal- stórir og stórir hnútar og óreglulegri þéttari skugg- ar, geta t. d. orsakast af vissum meinvörpum (sjá myndir 15 og 16), frumæxlið getur þannig verið nýrnaæxli, chorionepitelóm, sarkóm, teratóm eða æxli í eista, sem orsök getum við líka haft hæma- tóma, brjósthimnuæxli, sequestverað lunga, myce- tóma, drep, bólguþéttingu og íferð eða blöðru og á sumt af þessu minnist ég á í síðari köflum. Lang veigamesta orsökin og tíðasta nú orðið er þó berkju- carcinoma. Berkjucarcinoma er algengasti frumlungnacancer- inn, en cancer frá alveouleru þekjunni er fátíður. Hann er algengasti cancerinn í karlmönnum, yfir 80% koma fyrir í körlum yfir fertugt og hann er um það bil 6 sinnum algengari í körlum en konum og algengari í hægra lunga. Aðaltegundirnar eru 3: Flöguþekjucancer, adenocarcinoma og anaplastikur cancer (oat-cell). Mun ég ekki fara nánar út í þetta, en víkja að þeirri hlið sem að okkur snýr beint. M-ynd 17. Eldri kona með stritor. Nœr allur vi. efri lobus atelektatiskur, trachea dregin yfir til vinstri. Bronkoskopi: vi. aSalbronkus stíjlaSur af æxlisvexti. Mynd 18. Þétting í lob. sup. dxt. Reyndist flöguþekju-canr cer. Lang oftast kemur æxlið upp í aðalberkju (60%), fjær miðju aðeins í þriðjungi tilfella. Þegar æxlið kemur upp við hilus eru stífluein- kenni oftast ráðandi: Atelektasis á viðkomandi lobus eða atelektasis og konsolidasjón (sjá mynd 17), þar eð bólga er tíð og getur jafnvel ígerð myndast, auk þess sem drep getur komið í æxlið sjálft. Síðar meir stækka hiluseitlar og vökvi í pleurahol kemur gjarn- an fram. Ef við höfum atelektasis á lobus og jafn- framt pleuravökva er það ákaflega grunsamlegt um berkjucarcinoma. Valdi æxlið ekki stíflu eru það fyrst og fremst hin lymfogena útbreiðsla er segir til sín: Stækkaðir hiluseitlar, geislandi íferðir út frá hilus eða vökvi í pleuraholi. Æxlið sést oft vel við sneiðmyndun. Þegar um æxli úti í lunga (sjá mynd 18) er að ræða getur það komið fram sem kringl- óttur hnútur og m. a. verið ein af orsökum fyrir coin-lesjón. Rendurnar geta verið óreglulegar, stund- um hýjungslegar og ef hann stíflar berkju fáum við segmentera atelektasis; bólga er þá ekki ótíð, stund- um ígerðarbreytingar. Skugginn getur verið þéttari þar sem æxlið situr, þ. e. a. s. medialt, og getur þetta í sumum lilvikum vakið hjá manni grun um æxli. Við getum haft lymfogen útbreiðslu með meira eða minna óreglulegum íferðum í lunganu og síðan eitla- stækkunum auk þess sem æxlið getur breiðst út til læknaneminn 51

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.